Stofnfjáreigendur SpKef. blekktir um árabil

Einu sinni á ári voru haldnir aðalfundir í Sparisjóðnum í Keflavík.  Þangað streymdu stofnfjáreigendur glaðbeittir í kaffi og fínar veitingar.  Oft á tíðum fengu stofnfjáreigendur afhentar gjafir s.s. penna, bréfahnífa og því um líkt.

Á borð voru bornir ársreikningar er sýndu stórgóða afkomu ár eftir ár.

Faðir minn var einn af stofnfjáreigendum.  Hann rýndi í ársreikninga og skýrslur stjórnar og sá þar ýmislegt athugavert.  Iðulega stóð hann upp á slíkum fundum og kom með athugasemdir er miðuðu að því að allur hagnaðurinn væri í formi gengishagnaðar, en tap af reglulegri starfsemi.  Lögfræðingar og endurskoðendur Sparisjóðsins voru fengnir til að kveða hann í kútinn og láta líta svo út fyrir öðrum stofnfjáreigendum að allt væri í stakasta lagi, þetta væri eðlilegt og hið besta mál.

Svona gekk þetta í mörg ár, eða þar til hann fékk nóg og vildi ekki eiga lag við þá stofnun lengur, hann seldi stofnfé sitt og lét öðrum um að hafa áhyggjur af rekstri sjóðsins.

Hvað kom á daginn ???  Um leið og gengi hlutabréfa féllu, féllu eignir Sparisjóðsins eins og steinn, enda hafði Sparisjóðurinn aldrei innleyst "gengishagnaðinn" stórkostlega.  Það eina sem stóð upp úr voru ónýt verðbréf og taprekstur sjóðsins af reglulegri starfsemi um árabil.

Það skal tekið fram að ég var starfsmaður Sparisjóðsins í Keflavík í sjö ár, á árunum 1982 til 1989 í tíð sparisjóðsstjóranna Tómasar Tómassonar (frænda míns) og Páls Jónssonar.  Í þeirra tíð var höfuðáhersla lögð á reglulega starfsemi þ.e. að sinna venjulegum viðskiptavinum.

Nú óttast ég um framtíð margra hæfra og góðra starfsmanna Sparisjóðsins sem litu svo á að þeir/þær væru í öruggri vinnu.  Nú má búast við því að skorið verði niður allverulega og mun það koma fyrst og fremst niður á almennum starfsmönnum.  Óska ég þeim alls hins besta, ég þekki margt af þessu fólki og er hugur minn hjá þeim.

 


mbl.is Ríkið yfirtekur Byr og Spkef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 165656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband