Auðmýkt er undanfari virðingar

Nú þegar margumrædd skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið birt kemur í ljós að enginn vill kannast við að hafa gert nokkuð rangt.  Þetta kemur mér ekki á óvart þar sem þeir sömu og ættu að sjá eigin sök hafa fram að þessu ekki viljað kannast við eitt eða neitt.  Þetta er mjög sorglegt þar sem ásakanir og ávirðingar munu ganga manna á milli út í hið óendanlega ef enginn tekur af skarið og játar sekt sína.  Stjórnmálaöfl munu benda á andstæðinga sína um leið og þau afsaka sig sjálf, víkingarnir munu benda á stjórnvöld sem uppi voru á tíma hrunsins og kenna þeim um, almenningur mun horfa til víkinganna og stjórnvalda og kenna þeim um.

Það sem þarf að gerast til að sefa reiði og ólgu er að allir líti í eigin barm og skoði sinn eigin þátt í því hvernig fór.  Almenningur, ég þar með talinn, naut að vissu leiti góðs af því hvernig umhorfs var í efnahagsmálum þjóðarinnar, þó svo það hafi snúist upp í andhverfu sína síðan þá, síðan eru það þeir sem voru persónur og leikendur í hinu stóra samhengi, allir verða að líta í eigin barm.  Þeir sem voru að höndla með stjarnfræðilegar tölur í krónum talið verða, sjálfs síns vegna og þjóðarinnar vegna að viðurkenna þátt sinn í hinu óeðlilegu og brjálæðislegu athöfnum sem þeir ýmist tóku þátt í eða höfðu beinlínis með að gera, iðrast gerða sinna og biðja þjóðina afsökunar. 

Þeir embættismenn og stjórnvöld sem áttu að fylgjast með því sem fram fór og uggðu ekki að sér, eða stjórnmálamenn er sáu ekki til þess að regluverk væru nægilega traust og skýr þurfa að viðurkenna vanmátt sinn og aðgerðarleysi gagnvart bönkunum.

Embættismenn, stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar sem þáðu gjafir af ýmsu tagi úr hendi víkinganna þurfa að koma fram og gera grein fyrir þeim molum sem féllu af borðum víkinganna og féllu þeim í skaut.

Þeir sem sjá sök sína, iðrast gjörða sinna, játa misgjörðir sínar og biðjast fyrirgefningar, eiga sér uppreisnar von.  En þeir sem neita að líta í eigin barm og herða hjarta sitt munu ekki eiga sjö dagana sæla, því að harðúð hjartans mun naga þá innan frá.

Þeir sem iðrast og játa misgjörðir sínar og yfirsjónir munu hljóta náð í augum Guðs og manna, en þeir sem með harðúð hjartans neita að viðurkenna sekt sína munu einangrast og eiga erfitt uppdrátta.

Iðrun og játning synda krefst auðmýktar.  

Auðmýkt er undanfari virðingar.

Þurfum við ekki öll að auðmýkja okkur ? ? ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 335
  • Frá upphafi: 165282

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband