“Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg” ?

Er það ekki okkar eigin löngun eftir meira og meira, græðgi, öfund, og illkvittni sem hefur verið okkar leiðarljós undanfarin ár og áratugi ?  Við höfum kastað gömlu góðu gildunum á bál Mammons og illskunnar, en á sama tíma talið okkur í trú um að við værum svo góð og göfug.  Á sama tíma og við höfum blekkt okkur sjálf í okkar eigin hroka og sjálfshyggju höfum við meinað börnum okkar að læra og alast upp við þau gildi sem gefa lífinu tilgang.  Biblíufræðsla og kristinfræði hafa verið tekin út úr skólunum, þeim eru ekki kenndar bænir lengur og trúin sem varð forfeðrum okkar til blessunar hefur verið kastað á glæ.  Við höfum gleymt þeim blessunum sem trúin á almáttugan Guð hefur verið okkur og því þurfum við ekki að vera undrandi á að blessanir Hans hafa látið á sér standa.  Guð er ekki að troða sér upp á okkur ef við viljum ekkert með Hann hafa og þar af leiðandi getum við ekki vænst blessana Hans.

Hvað hefur komið á daginn ?  Spillingaröflin hafa heltekið þjóðina og fjötrað hana, hver höndin er upp á móti annarri og stjórnmálaöflin geta ekki komið sér saman um neitt er máli skiptir.Er ekki kominn tími til að leita í bók bókanna, Biblíuna, sem hefur staðist tímans tönn.  Er ekki kominn tími til að taka upp gömlu gildin, gildin sem eru varanleg, þ.e. að elska Drottinn Guð af öllu hjarta og náungan eins og sjálfan sig. 

Er ekki kominn tími til að við iðrumst okkar eigin synda og fyrirgefum þeim sem brotið hafa á okkur ?  biðja fyrir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, embættismönnum, fólkinu sem er í viðskiptalífinu, bankamönnum, áhrifamönnum í atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni og náunga okkar, þeim sem við höfum pirrast út í og látið fara í taugarnar á okkur ?

Því miður hefur mannvonskan, biturleiki, öfund og illkvittni verið alls ráðandi meðal okkar, og er ég þar enginn eftirbátur annarra.  Við þurfum að iðrast og snúa okkur til höfundar lífsins, hleypa Honum inn í líf okkar og fylla okkur af Hans Orði, Orðinu sem gefur líf og fyllir okkur friði sem okkur veitir ekki af í dag.

Í síðari Kronikubók 7.kafla og 14.versi stendur: "...og líður minn sá er við mig er kenndur auðmýkir sig, biður til mín og snýr sér frá sínum von vegum, þá skal ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra".

Þetta eru dásamleg fyrirheit sem okkur stendur til boða.  Það væri þjóð okkar sæmd að eiga Drottinn að Guði og að þjóðsöngur okkar yrði lifandi í hjörtum okkar, þar sem við lofum Guð vors lands og lands vors Guð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 334
  • Frá upphafi: 165281

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 216
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband