Jóhanna skipar nefnd sem á að útþynna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Hvernig á að skilja það öðruvísi (sjá viðtengda frétt).  Það er greinilegt að titrings er farið að gæta hjá stjórnmálamönnum, ekki síst meðal nokkurra ráðherra, annarra í stjórnsýslunni og eflaust víðar.

Margumrædd skýrsla verður að koma fyrir augu almennings án nokkurra undanbragða, það skiptir ekki máli hverjir verða fyrir barðinu á slíkri opinberun.  Þeir sem eiga von á óblíðri meðferð skýrsluhöfunda hefðu betur verið búnir að koma fram og játa afbrot/yfirsjónir sínar, það hefði dregið úr högginu sem skýrslan mun valda.

Auðvitað munu uppljóstranir koma illa, ekki aðeins við þá sem sekir eru, heldur við þá nánustu, en brotamenn verða sjálfir að bera ábyrgð á því hvernig þetta kemur við ástvini þeirra.  Það er ekki betra að bíða og vona og sjá svo til hvort afbrotin verði upplýst eður ei.

 


mbl.is Nefnd skipuð vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þú skilur ekki málið - eða hefur ekki klárað að lesa fréttina.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.1.2010 kl. 17:07

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 209
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband