Látum Breta og Hollendinga sækja málið fyrir dómstólum

Það er engin ástæða til að hlaupa til handa og fóta og reyna að fá þessar þjóðir aftur að samningaborðinu, við eigum bara að stefna á þjóðaratkvæðið og huga að öðrum málum á meðan, en þar er af nógu að taka s.s. heimilin og fyrirtækin í landinu sem hafa verið afskipt af stjórnvöldum.  Þegar þjóðin hefur síðan fellt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem forsetinn neitaði að skrifa undir, þá er málið dautt hvað okkur varðar.  Bretar og Hollendingar hafa hafnað fyrirvörunum frá því í sumar og má því með réttu segja að engir samningar séu í gildi. 

Við þurfum ekki að borga þessar meintu skuldir, þetta er eitthvað sem þessar þjóðir tóku sjálfar ákvarðanir um að greiða út án þess að hafa nokkuð fast í hendi af okkar hálfu og eru tilskipanir og lög Evrópusambandsins okkur hliðholl í þessu máli, þar til annað kemur í ljós. 

Látum Bresk og Hollensk stjórnvöld sækja þetta fé með hjálp dómstóla, ég efast um að þeir leggi í þá vegferð.  Þeir hafa orðið sér til skammar meðal þjóða sinna og um allan heim.  Ef Íslenskum stjórnvöldum dytti í hug að fara að tala máli þjóðar sinnar og koma réttum skilaboðum áleiðis á erlendri grundu höfum við ekkert að óttast, en haldi ráðherrar ríkisstjórnarinnar áfram að tala niður til þjóðarinnar og sífellt í neikvæðum dúr um okkar "ömurlegu" stöðu, þá er ekki von á góðu.  Ísland þarf ekki á þannig stjórnmálamönnum að halda, við þurfum fólk með þor og dug, fólk sem er annt um þjóð sína og talar máli hennar.

Því segi ég:

Áfram Ísland ekkert Icesave

Áfram Ísland ekkert ESB

Áfram Ísland ekkert IMF (AGS)


mbl.is Farsælast að fara fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband