Færsluflokkur: Tölvur og tækni
25.7.2020 | 22:55
Skaðsemi 5G senda
"Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur vísað frá kæru á hendur Póst- og fjarskiptastofnun vegna úthlutunar tíðniheimilda fyrir 5G-senda. Kærendur voru Geislabjörg, félag fólks um frelsi frá rafmengun, og fjórir ónafngreindir einstaklingar sem kröfðust þess að ákvarðanirnar yrðu felldar úr gildi.
Póst- og fjarskiptastofnun krafðist frávísunar á þeim forsendum að kærendur væru ekki aðilar að málinu enda ættu þeir ekki beinna lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn þessa máls."
Svo hljóðar frétt á mbl.is
Það er með ólíkindum að vísa máli frá þar sem kærendur væru ekki aðilar að umræddu máli. En málið snýst um heilsufarsáhrif vegna geislunar sem 5G veldur. Ljóst má vera að allir, ALLIR, lifandi menn og konur, ungir sem gamlir eru aðilar að málinu þar sem geislar 5G munu valda þeim heilsutjóni þegar fram í sækir. Annað hvort hafa rannsóknir ekki farið fram er sýna hið augljósa eða að niðurstöðum þeirra er haldið leyndum fyrir almenningi, því allur almenningur myndi hiklaust andmæla uppsetningu 5G senda í landinu. Ég veit til þess að víða erlendis mótmælir fólk uppsetningu sendanna. Geislun sem 5G veldur mun hafa skaðleg áhrif á líf og heilsu fólks og dýra.
Ég skora á Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála og alla ráðamenn sem að málinu koma að láta setja slíka senda upp á skrifstofum sínum og heimilum í hið minnsta þrjú ár til reynslu og sönnunar fyrir okkur efasemdafólksins. Ef geislun vegna þeirra sannast að vera skaðlaus mætti skoða málið á nýjan leik.
En að halda því fram að aðrir hagsmunir en fjárhagslegir hagsmunir eigi ekki við í þessu máli er tóm della.
Kæru vegna rafmengunar vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2020 | 13:57
5G tækniframfarir eða vágestur ? ? ?
5G byggir á örbylgjusendingum. Við vitum hvað gerist ef hlutir, matur eða eitthvað annað er sett inn í örbylgjuofn, örbylgjurnar hita gífurlega, sjóða eða hita matvæli svo dæmi séu tekin. 5G byggir á sömu tækni nema hvað örbylgjurnar eru ekki eins öflugar og í örbylgjuofni.
GSM símar, netþjónar og annað sem kemur til með að notast við 5G sendingar eru sífellt að taka á móti eða senda frá sér örbylgjur. Hvaða afleiðingar mun það hafa á mannslíkamann sem er með símann meira og minna í vasanum eða við höfuðið að tala í símann, eða að horfa á skjáinn í símanum eða spjaldtölvunni. Það sama má segja um fartölvurnar og allt sem tekur á móti eða sendir frá sér með þessari "tækni".
Þeir sem eru að setja upp 5G senda finna fyrir því á líkama sínum og hafa sumir þeirra líst ótta við það hvaða afleiðingar 5G muni hafa á líf og heilsu fólk, en rannsóknir þar um hafa verið mjög litlar eða að þeim er haldið leyndum, peningaöflin, hagnaðurinn og sú tækni sem þetta mun veita þeim sem vilja fylgjast náið með því hvað fólk er að gera ræður för.
Í Kína er tæknin orðin sú að hægt er að fylgjast með fólki, athöfnum þeirra, hvert það fer, hverja það hittir, hvaða félagskap það tilheyrir, hvernig það verslar inn og hvar það verslar og svo margt fleira. Búin hafa verið til forrit sem lesa þessar upplýsingar, en forrit eru til sem lesa andlit hverrar persónu hvar svo sem hún er stödd, þar sem hundruð milljóna myndavéla eru dreifð um Kína sem gera það að verkum að hægt er að fylgjast með hverri einni og einustu manneskju.
Talandi um stóra bróður eða George Orwel og bókina hans 1984, þá erum við stödd akkúrat þar.
Vil ég hvetja stjórnvöld að láta af að setja upp 5G og banna það með öllu hér á landi. Stóri bróðir í Kína eða annarsstaðar þarf ekki að fylgjast með okkur og ekki heldur íslenska ríkisvaldið.
Huawei útilokað í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2019 | 12:06
Hvað segja vísindamenn um 5G-tæknina???
Nú er í bígerð að setja upp 5G-farsímakerfi. 5G er víst mun öflugra en 4G og munar þar verulega um hraða.
Erlendis eru ýmsir aðilar sem vara við þessari nýju tækni, ekki vegna þess hversu hratt hægt verði að sækja efni, skoða og deila með öðrum heldur geislavirknin sem mun stafa af sendunum sem dreifa skilaboðunum.
5G-tæknin byggir á stuttbylgjum sem dreifast mjög þétt en ná stutt, þar af leiðandi þarf að fjölga sendum margfalt miðað við það sem nú er til að koma í veg fyrir dauða staði. Sendarnir eru sífellt að senda og ná í upplýsingar og eru því stöðulega virkar og bylgjur þeirra í loftinu alltaf í fullri virkni.
Bylgjurnar og þéttleiki þeirra mun hafa áhrif á líkama okkar þar sem greið leið verður fyrir bylgjurnar inn og í innyfli okkar. Óttast menn að það muni leiða til verulegrar aukningar á krabbameini hjá fólki. Menn vilja meina að áhrif bylgnanna séu ekki nægilega vel rannsakaðar.
Hér fyrir neðan er vefslóð á Radiation Health Risks.com
https://www.radiationhealthrisks.com/5g-cell-towers-dangerous/
og Environmenta Health Trust
https://ehtrust.org/key-issues/cell-phoneswireless/5g-networks-iot-scientific-overview-human-health-risks/
Hafa íslensk stjórnvöld gengið úr skugga um að þessi tækni sé örugg eða eru þau enn einu sinni að hlaupa eftir ákvörðunum annarra þjóða, ákvörðunum sem geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið í landinu??? Skiptum við kannski stjórnvöldum ekki neinu máli??????
Baráttan um 5G-farsímakerfið harðnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 165943
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar