Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
4.9.2012 | 13:17
Trúfélagið "Vantrú" enn komið á stjá
"Vantrú", trúfélag "trúleysingja" er enn komið á stjá. Þeim fannst greinilega þeir ekki verða sjálfum sér né Háskóla Íslands nægilega til skammar með ákæru á hendur Bjarna Randveri Sigurvinssyni, en þeir reyndu að knésetja hann og fá hann rekinn úr starfi stundarkennara við guðfræðideild HÍ. Niðurlæging siðanefndar HÍ var alger, en þeirra maður var einmitt þar innanborðs. Meðferð siðanefndar setti ljótan blett á Háskóla Íslands s.l. vetur og nú ætlar "Vantrú" að halda áfram á sömu braut.
![]() |
Vantrú sendi inn upphaflegt erindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það sem við sjáum ekki, fjölmiðlar fjalla ekki um og það sem við viljum ekki vita. Það kemur nefnilega við samvisku okkar.
Á meðfylgjandi vefslóð er í stuttu máli fjallað um það sem er að gerast í miðausturlöndum og ekki hvað síst í Egyptalandi þar sem múslímska bræðralagið hefur nú náð völdum, en þar eru kristnir nú ofsóttir sem aldrei fyrr. Grimmd Íslams birtist í allri sinni mynd.
Á vefslóðinni, fyrst er grein á ensku, neðarlega eru myndbönd. Fyrra myndbandið sínir mann hanga á krossi, illa farinn eftir barsmíðar, en enn á lífi. Seinna myndbandið er frá Egyptalandi og fjallar um ákall hinna kristnu eftir réttlæti og miskunn og eins sínir það konu sem hrópar eftir því að dóttir hennar verði látin laus sem hneppt hefur verið í þrældóm af múslímum.
Við ættum að íhuga vel hvert stefnir hér á landi með því að hleypa múslímum inn í land okkar. Það var furðulegt að sjá í fréttum um daginn múslíma ræða við fréttakonu vegna þess að þeir eru að opna mosku í Hlíðunum í Reykjavík. Hann gat ekki tekið í hönd fréttakonunar vegna hefða (múslímskra hefða), málið er að þeir vilja koma með sínar hefðir en ekki virða okkar hefðir.
Viðkvmir ættu ekki að horfa á myndböndin, þau geta valdið skelfingu.
Afritið vefslóðina og opnið í nýjum glugga.
http://www.wnd.com/2012/08/shocking-video-evidence-of-islamic-crucifixion/
Skildi Össur utanríkis hafa einhverja skoðun á því sem fram fer í múslímaríkjum miðausturlanda??? ætli hann sjái ástæðu til að mótmæla kröftuglega hvernig farið er með kristið fólk í ríkjum Íslam??? það væri fróðlegt að heyra hversu sterk orð og hversu alvarlegum augum ríkisstjórn Íslands líti þessi mál er hann frodæmir ofbeldisverkin sem múslímska bræðralagið beitir hina kristnu í Egyptalandi.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2012 | 21:40
Þeim var ætlað að lifa, en fengu það ekki
Á meðfylgjandi myndbanki segja nokkrar konur frá reynslu sinni af fóstureyðingum.
"Kynfræðsla" hefur aukið tíðni ótímabærra þungana hjá unglingsstúlkum, sem í mjög mörgum tilfellum hefur orðið til þess að þær eru hvattar til og/eða þvingaðar í fóstureyðingu. Þeim er talið trú um að fóstrið sé ekki barn heldur einhverskonar vefur eða aðskotahlutur sem hægt sé að fjarlægja svona nánast eins og að kreista fílapensil.
Konurnar sem tjá sig á myndbandinu hafa aðra sögu að segja, hvet ég alla til að sjá og hlusta, með bæði augu og eyru opin.
Dr. Alveda King, frænka Dr. Martin Luther King, Jr. hvetur hlustendur til að velja lífið. Ég vil taka undir þau orð hennar og segja: Veldu lífið
Fyrir þær konur sem lifa í sjálfsfyrirdæmingu vegna þess að þær hafa farið í gegnum fóstureyðingu, þá er mikilvægt til að játa út sekt sína og viðurkenna skömmina eða hina vondu tilfinningu, biðja Guð að fyrirgefa sér og heiðra síðan minningu einstaklingsins sem fékk ekki að lifa.
Í 1.Jóhannesarbréfi 1.kafla 9.versi stendur: "Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti".
Að velja lífið er ekki að gleyma barninu sem ekki fékk að lifa, heldur að fyrirgefa, fyrirgefa þeim sem þrístu á fóstureyðinguna og að fyrirgefa sjálfum sér. Þegar við gefum Guði líf okkar, sársauka og vonbrigði, játum syndir okkar og sekt, þá mætir Hann okkur. Það er fagnaðarerindið.
14.6.2012 | 21:33
Börnum er fórnað á altari "félagshyggjunnar"
Á sama tíma og kona lætur eyða fóstri, ýmist af frjálsum vilja eða vegna þrýstings frá öðrum og sá verknaður er kallaður "fóstureyðing, þá er önnur kona sem er jafnlangt gengin, verður fyrir því að missa fóstrið, þá er sagt að hún hafi misst barnið sitt. Við erum dugleg við að sýna tvískinnung í afstöðu okkar til lífsins, ekki síst ófæddra barna, einstaklinga sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Við þykjumst vita hvað því er fyrir bestu og tökum okkur vald Hins Almátka.
Hvenær er manneskja manneskja, hvenær er barn barn og hvenær er lifandi fóstur lifandi vera???? Mannfólkið hefur tekið sér stöðu Guðs í þessu máli og ákvarðað hvenær líf er líf og hvenær líf er ekki líf. Þetta er mjög sorglegt og smánarblettur á mannkyninu og ekki síst í hinum vestræna heimi sem menn vilja kalla hinn siðmentaða heim. Svo hneykslast menn á Kínverskum stjórnvöldum, sem reyndar eru óforskammaðir í framgöngu sinni gagnvart borgurum sínum.
Í Kína er börnum fórnað á altari "stjórnvaldsákvarðana". Hér á landi og í hinum vestræna heimi er börnum fórnað á altari "félagshyggjunnar".
Börnum var fórnað fyrr á öldum, þau brennd á eldi í tilbeiðslu til guða sem voru ekkert annað en illir andar. Í dag þykir ekkert tiltökumál að fórna börnum á altari "félagshyggjunnar" og þau börn sem ekki fengu að sjá dagsljósið vegna innrása á líf þeirra skipta orðið tugum þúsunda hér á landi. Hvílík skömm fyrir "velferðar samfélagið".
Ég bið þess að Guð fyrirgefi okkur vanvisku okkar og fáfræði, megi Hann auðsýna okkur miskunn og hjálpa okkur til að snúa af þessari óheilla braut.
![]() |
Þvinguð í fóstureyðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2012 | 10:10
Einelti drepur, en iðrun, fyrirgefning og sáttargjörð lífgar.
Einelti er ein hryllilegasta mynd ofsóknar sem fólk verður fyrir. Þeir sem verða fyrir einelti líða vítiskvalir og þeir sem beita einelti á aðra eru oft þeir sem hafa litla sjálfsmynd og nota eineltið til að reyna að gera meira úr sjálfum sér í augum annarra.
Einelti drepur, en iðrun, fyrirgefning og sáttargjörð lífgar.
Lækning getur átt sér stað séu gerendur viljugir til að stíga fram, játa gjörðir sínar fyrir þeim sem eineltið beindist gegn og öðrum þeim sem hlut eiga að máli s.s. fjölskyldu þolandans, skóla- eða öðrum félögum, presti og/eða öðrum sem koma gætu að málinu, biðjast fyrirgefningar og leita sátta við þolandann. Í sumum tilfellum er þolandinn ekki lengur til staðar, þá þyrfti viðkomandi að geta játað misgjörðir sínar fyrir þeim sem stóð þolanda næst og aðrir þeir sem vissu af og voru nálægir þegar þessir atburðir áttu sér stað.
Að játa syndir sínar, iðrast þeirra og biðjast fyrirgefningar er stórt skref og margir þeir sem telja sig ekki geta gert það, en í því felst svo mikil lækning og lausn að það er eins og gríðarlegri byrði sé létt af manni.
Ég vil hvetja til umræðu á þeim nótum að gerendur í eineltismálum brjóti odd af oflæti sínu og geri akkúrat þetta, þ.e. að játa, iðrast og biðjast fyrirgefningar.
Að biðjast fyrirgefningar er ekki að horfa niður fyrir sig og muldra "fyrirgefðu", heldur að horfa í augu þess sem beðinn er fyrirgefningar og segja "ég bið þig um að fyrirgefa mér að...." og nefna það sem gert var.
Hitt er líka nauðsynlegt og snertir þolandann, þ.e. að fyrirgefa og það af öllu hjarta, það leysir hann ekki síður en gerandann.
![]() |
Tryggvi Gíslason: Einelti drepur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2011 | 16:56
Trúfélagið "Vantrú" í kreppu
Eru nú trúfélagið "Vantrú" farið að kalla eftir vönduðum og faglegum vinnubrögðum???
Ja hérna hér, ég segi nú ekki annað!!!!
Það var þá helst að þeir hefðu áhyggjur af slíku, eftir það sem á undan gekk er siðanefnd HÍ fór offari fyrir "Vantrú" og þeirra ill málstað er þeir lögðu Bjarna Randver í einelti.
Nei, þeir 109 HÍ menn og þar af 84 kennarar og starfsmenn skólans gerðu einmitt rétt með því að skrifa undir þessa yfirlýsingu.
Trúfélagið "Vantrú" er komið langt út fyrir öll siðferðismörk. Svo er víst.
Trúfélagið "Vantrú" er augljóslega komið í tilvistarkreppu.
![]() |
Skorti fagleg vinnubrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2011 | 12:27
Trúverðugleiki Háskóla Íslands að engu gerður
Það er sorglegt hvað æðsta stjórn HÍ gerir lítið úr hinu grafalvarlega máli sem birtist í broti siðanefndar skólans. Að rektor skuli ekki sjá ástæðu til að víkja umræddum nefndarmönnum og víkur sér undan ábyrgð skólans gagnvart Bjarna Randveri.
Var ekki meiningin að gera Háskóla Íslands einn af 100 bestu háskólum sem til er??? Með framferði sem þessari má þakka fyrir ef hann næði að vera einn af 1000 bestu.
Háskólasamfélagið hefur sett niður með framferði "siðanefndar" og yfirstjórn skólans, því miður.
Er það virkilega svo að ofsatrúarfélagið "Vantrú" sé ráðandi afl innan Háskóla Íslands????
![]() |
Vill að HÍ bæti mannorðstjón og kostnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2011 | 21:05
Ofsatrúarfélagið Vantrú afhjúpað
Ofsatrúarfélagið Vantrú hefur farið hamförum gegn Bjarna Randveri Sigurvinssyni, stundakennara í guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Vantrú virðist hafa haft ótakmarkaðan aðgang að svokallaðri siðanefnd Háskóla Íslands og umrædd siðanefnd farið langt út fyrir sínar eigin siðareglur og siðareglur HÍ.
Það er hreint ótrúlegt að þessi öfgahópur skuli hafa komist eins langt innan HÍ og raun ber vitni og HÍ til háborinnar skammar hvernig tekið hefur verið á málum Bjarna Randvers.
En lesa má fréttaskýringu sem nefnt er: Heilagt stríð Vantrúarhér á mbl.is og blogg þetta er tengt við, þar kemur margt athyglisvert fram sem allir hefðu gott af að kynna sér, en þar afhjúpast siðleysi og illgirni Vantrúar.
Megi algóður Guð opna augu þessa fólks og leiða það til þekkingar á kærleika sínum og að þeirri fyrirgefningu sem allir hafa aðgang að fyrir trúna og samfélagið við Hann.
![]() |
Heilagt stríð Vantrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2010 | 11:48
Trúarofstæki "trúleysingja" tröllríður þjóðfélaginu
Það er orðið illt í efni þegar Guðleg gildi þurfa að víkja vegna þess að nokkrir "trúleysingjar" vilja ýta Guði út úr þjóðfélaginu okkar og vegna þess að breyskir menn hafa orðið til þess að nafn Drottins hafi orðið fyrir lasti.
Það verður að viðurkennast að Kristnir menn eru breyskir, eins og aðrir menn, meira að segja stjórnmálamenn. Kirkja Drottins líður fyrir misgjörðir sumra þeirra sem áttu að standa vörð um Kristin gildi. En fagnaðarerindið snýst um það að við komum auga á syndir okkar, iðrumst þeirra og snúum baki við þeim. Fagnaðarerindið er það að Guð gerðist maður, tók á sig afleiðingar gerða okkar og opnaði okkur leið að eilífum Guði sem er algóður, réttlátur, en jafnframt fyrirgefandi Guð. Jesús segir í Jóhannesarguðspjalli 3.kafla og vers 16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Þegar við gerum okkur grein fyrir því að við erum syndarar og eigum ekkert gott skilið, öðlumst trú á Drottinn Jesú Krist, iðrumst synda okkar, snúum frá þeim og leitumst við að gera rétt, þá tekur Guð okkur að sér og leiðir okkur og leiðbeinir á lífsins göngu. Hér er ég ekki að fullyrða að við verðum fullkomin, en við eignumst samfélag við lifandi Guð og við viljum leitast við, með Guðs hjálp, að gera það sem rétt er.
Með því að meina hinum Kristnu kirkjum landsins, hvort heldur það eru þjóðkirkjusöfnuðir eða aðrar kirkjudeildir, að koma inn í skólana og fræða börnin um Jesú Krist og hin Kristnu gildi og með því að meina Gídeonfélögum, sem eru þverkirkjuleg samtök, að koma inn í skólana og afhenda börnunum Nýja Testamentið, þá er verið að ræna börnin þeim góðu og gildu gildum sem hafa viðgengist í landi okkar frá alda öðli. Þá er verið að ræna þau þeim möguleika að komast í kynni við Hinn lifandi Guð sem skapaði þau og elskar þau.
Hafa foreldrar verið spurðir að því hvort taka eigi frá börnum þeirra þá hefð og þau gildi sem viðhöfð hafa verið í áratugi???
Eitt af áróðursbragði "trúleysingja" er að það megi ekki beita áróðri á börnin, þau verði að fá að velja sjálf. Á sama tíma beita "trúleysingjar" sínum trúaráróðri á börnin og þykir ekkert tiltökumál. Hvílík hræsni. Þeir vilja sem sagt meina börnum Kristinna foreldra og þeirra sem vilja viðhafa Kristin gildi að hljóta þá fræðslu um þau gildi sem þau trúa á.
Nei, hinn pólitíski rétttrúnaður á sem sagt að tröllríða öllu þjóðfélaginu, vegna þess að einhverjir fúskarar hafa komist til valda.
Það má ekki hleypa þessu liði lengra, hér verður að segja stopp.
![]() |
Tillögur valda óánægju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2010 | 10:41
“Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg” ?
Er það ekki okkar eigin löngun eftir meira og meira, græðgi, öfund, og illkvittni sem hefur verið okkar leiðarljós undanfarin ár og áratugi ? Við höfum kastað gömlu góðu gildunum á bál Mammons og illskunnar, en á sama tíma talið okkur í trú um að við værum svo góð og göfug. Á sama tíma og við höfum blekkt okkur sjálf í okkar eigin hroka og sjálfshyggju höfum við meinað börnum okkar að læra og alast upp við þau gildi sem gefa lífinu tilgang. Biblíufræðsla og kristinfræði hafa verið tekin út úr skólunum, þeim eru ekki kenndar bænir lengur og trúin sem varð forfeðrum okkar til blessunar hefur verið kastað á glæ. Við höfum gleymt þeim blessunum sem trúin á almáttugan Guð hefur verið okkur og því þurfum við ekki að vera undrandi á að blessanir Hans hafa látið á sér standa. Guð er ekki að troða sér upp á okkur ef við viljum ekkert með Hann hafa og þar af leiðandi getum við ekki vænst blessana Hans.
Hvað hefur komið á daginn ? Spillingaröflin hafa heltekið þjóðina og fjötrað hana, hver höndin er upp á móti annarri og stjórnmálaöflin geta ekki komið sér saman um neitt er máli skiptir.Er ekki kominn tími til að leita í bók bókanna, Biblíuna, sem hefur staðist tímans tönn. Er ekki kominn tími til að taka upp gömlu gildin, gildin sem eru varanleg, þ.e. að elska Drottinn Guð af öllu hjarta og náungan eins og sjálfan sig.
Er ekki kominn tími til að við iðrumst okkar eigin synda og fyrirgefum þeim sem brotið hafa á okkur ? biðja fyrir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, embættismönnum, fólkinu sem er í viðskiptalífinu, bankamönnum, áhrifamönnum í atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni og náunga okkar, þeim sem við höfum pirrast út í og látið fara í taugarnar á okkur ?
Því miður hefur mannvonskan, biturleiki, öfund og illkvittni verið alls ráðandi meðal okkar, og er ég þar enginn eftirbátur annarra. Við þurfum að iðrast og snúa okkur til höfundar lífsins, hleypa Honum inn í líf okkar og fylla okkur af Hans Orði, Orðinu sem gefur líf og fyllir okkur friði sem okkur veitir ekki af í dag.
Í síðari Kronikubók 7.kafla og 14.versi stendur: "...og líður minn sá er við mig er kenndur auðmýkir sig, biður til mín og snýr sér frá sínum von vegum, þá skal ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra".
Þetta eru dásamleg fyrirheit sem okkur stendur til boða. Það væri þjóð okkar sæmd að eiga Drottinn að Guði og að þjóðsöngur okkar yrði lifandi í hjörtum okkar, þar sem við lofum Guð vors lands og lands vors Guð.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 167358
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar