Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
26.6.2025 | 23:06
Fyrir um 2500 árum ritaði Esekíel spámaður Drottins . . .
. . . er hann fjallaði um þá daga sem við lifum á í dag. Esekíel sagði frá því að Ísrael mun byggt að nýju af Ísraels mönnum. Guð hefur gefið þeim að yrkja landið sem var auðn og gera eyðimörkina að aldingarði. Þetta sjáum við nú í dag. Ísrael er sú þjóð sem Guð skapaði til að sýna heilagleika sinn á þeirri þjóð. Við erum kölluð til að blessa Ísrael vitandi að Guð mun birtast þar áður en langt um líður.
Esekíel kafli 36 frá versi 24 til 35, sjá fyrirheiti Drottins í þessum kafla.
24 Ég mun sækja yður til þjóðanna og saman safna yður úr öllum löndum og flytja yður inn í yðar land.
25 Ég mun stökkva hreinu vatni á yður, svo að þér verðið hreinir, ég mun hreinsa yður af öllum óhreinindum yðar og skurðgoðum.
26 Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi.
27 Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setninga mína og breytið eftir þeim.
28 Og þér skuluð búa í landinu, sem ég gaf feðrum yðar, og þér skuluð vera mín þjóð og ég skal vera yðar Guð.
29 Ég mun frelsa yður frá öllum óhreinindum yðar, og ég mun kalla á kornið og margfalda það, og ekkert hallæri mun ég láta yfir yður koma.
30 Og ég mun margfalda ávöxtu trjánna og gróða vallarins, til þess að þér þurfið ekki að þola brigsl meðal heiðnu þjóðanna fyrir hallæri.
31 Þá munuð þér minnast yðar vondu breytni og verka yðar, sem ekki voru góð, og yður mun bjóða við sjálfum yður sökum misgjörða yðar og viðurstyggða.
32 Eigi er það yðar vegna, að ég læt til mín taka, segir Drottinn Guð, það skuluð þér vita! Blygðist og skammist yðar fyrir breytni yðar, þér Ísraelsmenn!
33 Svo segir Drottinn Guð: Á þeim degi, er ég hreinsa yður af öllum misgjörðum yðar, þá mun ég aftur láta borgirnar verða byggðar, og þá skulu fallin húsin rísa úr rústum.
34 Og hið eydda land mun yrkt verða, í stað þess að það áður var eins og auðn í augum allra umfarenda.
35 Þá mun sagt verða: ,Þetta land, sem komið var í auðn, er orðið eins og Edens garður, og borgirnar, sem orðnar voru að rústum, sem eyddar voru og umturnaðar, eru nú víggirtar og byggðar.`
23.6.2025 | 22:04
Þessir hlutir munu rætast eins og Heilög Ritning segir okkur frá.
Meira en 500 árum fyrir fæðingu Jesú Krists skrifaði Esekíel eftirfarandi, kafli 37 vers 21 og 22.
21 Og mæl til þeirra: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég sæki Ísraelsmenn til þjóðanna, þangað sem þeir fóru, og saman safna þeim úr öllum áttum og leiði þá aftur inn í land þeirra.
22 Og ég vil gjöra þá að einni þjóð í landinu, á Ísraels fjöllum, og einn konungur skal vera konungur yfir þeim öllum, og þeir skulu eigi framar vera tvær þjóðir og eigi framar vera skiptir í tvö konungsríki.
Þessi ritningarstaður á við á okkar dögum, við sjáum Orð Biblíunnar rætast fyrir augum okkar. Endurkoma Jesú Krists er ekki langt undan eins og Orðið bendir okkur á.
13.5.2025 | 22:28
Til allra þeirra sem líf og heilindi skipta máli.
Davíðssálmur til allra hugsandi manna og kvenna. Lesið vel og skiljið hvað Drottni þóknast. Mundu að Hann elskar þig.
32 Davíðssálmur.
1 Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin.
2 Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda.
3 Meðan ég þagði, tærðust bein mín, allan daginn kveinaði ég,
4 því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér, lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbreiskju.
5 Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mína. Ég mælti: "Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni," og þú fyrirgafst syndasekt mína.
6 Þess vegna biðji þig sérhver trúaður, meðan þig er að finna. Þótt vatnsflóðið komi, nær það honum eigi.
7 Þú ert skjól mitt, þú leysir mig úr nauðum, með frelsisfögnuði umkringir þú mig.
8 Ég vil fræða þig og vísa þér veginn, er þú átt að ganga, ég vil kenna þér og hafa augun á þér:
9 Verið eigi sem hestar eða skynlausir múlar; með taum og beisli verður að temja þrjósku þeirra, annars nálgast þeir þig ekki.
10 Miklar eru þjáningar óguðlegs manns, en þann er treystir Drottni umlykur hann elsku.
11 Gleðjist yfir Drottni og fagnið, þér réttlátir, kveðið fagnaðarópi, allir hjartahreinir!
5.5.2025 | 14:21
Gnístran tanna.
Til er sá staður þar sem enginn vill vera á og talað er um að þar sé staður sem gnístran tanna mun ergja menn öllum stundum.
Á þessum stað ríkir ótti og þar er staður sem hver og einn er án vina og ættingja. Þar er vanlíðan engin gleði engin hamingja, þar er hver og einn einn fyrir utan þá sem vilja gera honum illt til. Þarna er mikill og óbærilegur hiti.
Jesús Kristur talaði um þennan stað og Hann bauð okkur úrlausn svo við þyrftum ekki að lenda á þessum óheilla stað. Jesús sagði: ...ég er ekki kominn til að dæma heiminn heldur til að frelsa hann. Jesús sagði einnig: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.
Ef við viljum eiga örugga framtíð þurfum við að beina sjónum okkar til Jesú Krists, Hann kom ekki til að dæma okkur heldur til að frelsa okkur, dómurinn er ekki í Hans höndum en dómurinn felst í því hvort við fylgjum Orðum Hans eður ei. Orð Jesú Krists sem við getum lesið um í Biblíunni eru þau sem munu dæma okkur á efsta degi.
Hvað gerum við með Orð Hans, móta þau okkur, hugsanir okkar, orðin sem við látum líða af munni okkar eða hvað við aðhöfumst? Með því að taka á móti Jesú Kristi sem frelsara okkar, lesum Orðið Hans, biðjum til Guðs föður okkar og til Jesú frelsara okkar og leifum Honum að móta okkur öðlumst við eilíft líf.
Höfnum við Jesú Kristi og Orði Hans er það dauðinn sem skilur okkar að frá Guði. Dauðinn er fjarvera frá Guði en lífið er návist við Guð. Minnumst þess að hvert og eitt okkar erum lifandi verur sem ekki munu nokkru sinni útrýmast, við erum og verðum alltaf til, í návist Guðs eða fjarri Honum.
Hvar vilt þú vera???
19.3.2025 | 21:21
Guði er ekkert um megn.
Við hugsum oft, Guð getur ekki, en Orð Ritningarinnar segir okkur aftur og aftur að Guði er ekkert um megn. Hefur þú fengið að sjá Guð í lífi þínu??? ef ekki þá máttu búast við því er þú skoðar líf þitt að Guð hefur oft gripið inní kringumstæður þínar. Guði er ekkert um megn.
Hlustið á fyrirlesturinn hér fyrir neðan, tekur nokkrar mínútur.
16.3.2025 | 22:22
Hvað um okkur Íslendinga og okkar nær umhverfi. Má ekki efla landamæri okkar fyrir óþokkalíð sem hefur ekki áhuga á okkar málum?????
Hvernig eigum við Íslendingar að taka þátt í hernaði og það á erlendri grund, meðan við getum ekki varið okkar eigin landamæri og haldið óþokkallíð utan landsteina okkar????? Ætlum við að stofna hersveitir og berjast við þá sem á okkur vilja herja eða þá sem vilja herja á okkar nánustu á erlendri grund, en getum ekki varið okkar eigin landamæri?????
Það er eitthvað að á Alþingi okkar og ríkisstjórn, þeirra sem láta okkar nánasta umhverfi verða fyrir ofbeldi íslamista og annarra þeirra sem hafa ekki áhuga á velferð lands okkar og lýðs.
![]() |
Á að efla varnir Íslands? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2025 | 17:45
Erum við tilbúin að mæta því sem í vændum er???
Það sem þessi maður fékk upplýsingar um hefur áhrif á okkur öll. Erum við tilbúin því sem í vændum er??? erum við tilbúin að mæta því sem mun gerast???
Það sem í vændum er hefur áhrif á hvern einasta einstakling, sama hversu miklu þú hefur sparað þér, það eina sem skiptir máli er trúin á Jesú Krist og þau fyrirheit sem hann hefur gefið okkur.
6.1.2025 | 21:57
Einn fremsti stjórnmálamaður sem við höfum átt!!!!!
Margir stuðningsmenn Bjarna Ben. hafa farið stórum um ágæti þess manns. Þessir sömu aðilar virðast þó hafa gleymt þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei, ALDREI, misst jafn mikið fylgi eins í forustu þess manns.
Þegar ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum, þegar samþykkja átti Icesave, var mér öllum um og ó, ég gat ekki fylkt þeim flokki sem kom þannig fram við þjóð okkar. Ekki átti ég þó von á því að harmleikur Sjálfstæðisflokksins væri rétt að byrja, en jú flokkurinn missti fylgi sitt við hverjar Alþingiskosningar þar eftir og hefur aldrei, ALDREI, orðið eins lítill og hann er í dag.
Ég tek undir með Geir H. Haarde er hann segir: "GUÐ BLESSI ÍSLAND", Hann einn er verður þess að við lítum til Himna og áköllum Hann sem getur leitt okkur út úr því hrjóstri sem Bjarni Ben. og fleiri hafa komið okkur í.
![]() |
Einn fremsti stjórnmálamaður sem við höfum átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2024 | 20:53
Arnar Þór Jónsson á Alþingi
Það yrði mikil gleðifregn ef Arnar Þór Jónsson genngi til liðs við Miðflokkinn og að sjá hann og Sigmund Davíð Gunnlaugsson ásamt fleirum góðum liðsmönnum taka yfir Alþingi og fleita þjóð okkar á góðan stað úr því hildýpi sem núverandi Alþingi hefur komið okkur í.
Ég segi nú bara: GUÐ BLESSI ÍSLAND.
![]() |
Neitar ekki viðræðum við Miðflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2024 | 20:44
Erum við að upplyfa hina síðustu tíma?????
Kæru vinir, horfið á myndbandið sem neðangreind vefslóð tengir þig við hér fyrir neðan. Myndefnið sýnir, svo ekki fari fram hjá neinum, raunveruleg myndefni á því sem er að gerast allt í kring um okkur.
Veljið myndefnið hér fyrir neðan og setjið á nýja vefslóð, þá opnast vefslóð sem heitir Think About It.
https://rumble.com/v5apnzx-are-these-signs-mimicking-the-prophetic.html
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 167792
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 154
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar