13.4.2017 | 19:04
Af hverju að halda páska?
Fyrr í þessari viku hófst Páskahátíð Gyðinga og nú höldum við Páska. Upphaf páska átti sér stað í Egiptalandi þegar Hebrear (Ísraelsmenn) undirbjuggu brottför sína frá Egiptalandi. Móse bauð Hebreum að hver fjölskylda skyldi slátra lambi og ef eitt lamb væri of mikið fyrir eina fjölskyldu áttu tvær fjölskyldur að sameinast um eitt lamb. Þeir áttu síðan að rjóða blóði lambsins á dyrastafi húss síns, steikja lambið og eta. Eins áttu þeir að vera klæddir ferðafötum sínum tilbúnir til að yfirgefa heimili sín um miðja nótt.
Þar sem blóði lambs hafði ekki verið roðið á dyrastafi heimila í öllu Egyptalandi fór engill dauðans um og drap alla karlkyns frumburði manna og skepna.
Ísraelar (Gyðingar) minnast þessara atburða enn í dag og hafa gert síðan þeir yfirgáfu Egyptaland fyrir mörgum þúsunda ára síðan. Jafnvel þegar Gyðingar voru tvístraðir um heim allan héldu þeir þessa hátíð eins og þeir gera enn í dag.
Páskahátíð Hebrea var fyrirboði þess sem koma skildi. Hebrear losnuðu úr ánauð er þeir yfirgáfu þrælahúsið sem þeir höfðu verið hnepptir í um fjögurhundruð ára skeið.
Guð gerðist maður og birtist okkur í Jesú Kristi. Hann kom til eignar sinnar, en Hans eigin menn tóku ekki við honum, en öllum þeim sem tóku við Honum gaf Hann rétt til að vera Guðs börn. Þetta er ritað í Jóhannesarguðspjalli 1.kafla 12.versi.
Jesús er Guðs lambið sem slátrað var í þeim tilgangi að leysa okkur undan ánauð syndarinnar og gera okkur frjáls. Þar sem Jesús hékk á krossinum og blóði Hans var úthelt, tók Hann á sig allar syndir okkar og skömm. Hann sem var syndlaus var gerður að synd okkar vegna. Jesaja spámaður skrifar um þennan atburð um 700 árum áður en hann átti sér stað. Í Jesaja 53.kafla stendur skrifað :
1Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?
2Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð.
Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.
3Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði.
Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, 5en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.
6Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.
7Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.
8Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það?
Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.
9Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.
10En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.
11Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast.
Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra. 12Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn.
En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum.
Marga aðra ritningarstaði er hægt að vitna í og þá einkum úr Nýja Testamentinu, en ég ætla að láta þetta duga í bili. En mig langar til að láta John Starnes eftir að flytja okkur yndislegan sálm sem hann gerir á sinn einstaka hátt.
Gleðilega páskahátið. Hann (Jesús) er upprisinn.
Bloggar | Breytt 14.4.2017 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2017 | 19:35
Hvað segja fyrrum múslímar um íslam? Sjá viðtal við Söndru Solomon sem býr í Kanada og horfir með hryllingi á það sem þar er að gerast.
Á sama tíma og 423 nýjar moskur eru reistar í London og 500 kirkjum lokað eru sífellt fleiri flóttamenn/hælisleitendur í Evrópu að snúa sér frá íslam til Kristinnar trúar. Jesús Kristur er að birtast fólki í draumum og sýnum auk þess sem múslímar eru að sjá hversu ömurleg íslams trú er. Nú fylkja ný kristnir fyrrum múslímar sér í kirkju, en finna þar fáa kristna heimamenn. Þetta vekur furðu þeirra þar sem þeir sjá og gera sér grein fyrir þeim forréttindum sem vesturlandabúar hafa yfir að búa sem byggir á kristnum grunni, en því miður eru vesturlandabúar búnir að gleyma upprunna þess þjóðfélags og þeirra gilda sem við höfum búið við svo lengi.
Þessir sömu fyrrum múslímar vita að þeir leggja líf sitt og limi í hættu því þeir vita að samkvæmt Kóraninum eru þau réttdræp, en öfgamúslímar taka boðskap Kóransins mjög alvarlega.
Sandra Solomon er kona sem fædd er í Saudi Arabíu og elst þar upp undir ströngum Saría lögum. Hún gat aldrei sætt sig við sitt hlutskipti eða hlutskipti kvenna yfirleitt í heimalandi sínu. Þannig að þegar henni gafst tækifæri til fór hún úr landi og býr nú í Kanada. Í Kanada er hún að sjá hvernig íslam er að smeygja sér inn í þjóðfélagið og smám saman að kæfa þau gildi sem Kanadamenn hafa búið við. Sandra varar við þeirri þróun sem hún sér eiga sér stað og þá undanlátsemi stjórnvalda gagnvart yfirgangi íslams.
Svíar eins og aðrar Evrópskar þjóðir saman ber Þjóðverjar hafa verið ofur meðvirkir gagnvart flóttamönnum/hælisleitendum og hafa ekki haft neina stjórn á eða eftirlit með því hverjir eru að koma til landsins eða hver hinn raunverulegi tilgangur einstakra aðfluttra er. Nú urðum við vitni af hræðilegri árás í Svíþjóð þar sem mannslíf eru einskis metin af öfgafullum múslímum.
Sandra Solomon, sem ég nefndi hér að ofan, þekkir til íslam, upprunna þess og tilgang. Hún segir að íslam séu ekki trúarbrögð heldur stjórnmálaöfl sem nota trúarbrögð sem yfirskin í þeim tilgangi að hafa stjórn á fylgjendum sínum.
Hér fyrir neðan er myndband þar sem Sandra kemur fram og útlistir og útskýrir íslam fyrir okkur fáfróðum. Myndbandið er nokkuð langt, en það er þess virði að hlusta á það allt í gegn. Myndbandið skiptist í nokkra þætti þar sem tekið er á mismunandi málefnum viðvíkjandi íslam, en hún útskýrir mjög vel hvað íslam stendur fyrir og hún hjallar einnig um Múhameð og hvernig hann kom íslam á.
Ég hvet alla til að hlusta vel á Söndru á allt myndbandið, jafnvel þó hlustað sé í pörtum, en þá er gott að stoppa við kaflaskiptin og koma aftur að hlustun þegar hentar.
![]() |
3 teknir í bíl tengdum árásarmanninum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2017 | 11:52
Voðaverkin leynast víða
Efnavopnaárás í Sýrlandi hefur eðlilega ollið hörðum viðbrögðum víða um heim og meira að segja hér uppi á Íslandi. Þarna urðu saklausir einstaklingar, einkum börn, fyrir barðinu á ódæðisverkum þeirra sem beita slíkum aðferðum. Hryllingurinn er svakalegur og á ekki að láta óátalið.
Hitt sem hryggir mig þó enn meir er sú staðreynd að hér á landi er um þúsund börnum slátrað árlega, þau deydd að ósekju í móðurkviði án þess að nokkur reisir rönd við og engum þykir tiltökumál.
Jarðar það þá ekki við hræsni að átelja þá sem fremja voðaverk erlendis, án þess að ég ætli mér að fara að afsaka ódæðisverkin í Sýrlandi, en líta á það sem "eðlilegan" hlut að deyða saklausa ófædda einstaklinga sem hafa ekki möguleika á að verja sig???????
Voðaverkin leynast víða.
![]() |
Þegar þú drepur saklaus börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2017 | 14:58
Hvenær kemur að hringtorgunum???
Er ekki að koma að því að borgaryfirvöld láti byggja fjölbýlishús á hringtorgum borgarinnar??? Það styttist óðum í að búið verði að nýta öll opin svæði í þéttbýlinu og þá er ekkert annað eftir en umferðareyjur og hringtorg til að byggja á.
![]() |
6.250 íbúðir byggðar á næstu 5 árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2017 | 15:07
Fjöldi múslíma er að snúa sér til Krists Jesú eftir að hafa séð Hann í draumi eða sýn.
Bashir Mohammed claims he once fought for a militant Muslim group on the front lines of the Syrian civil war. Today, he leads a Christian prayer meeting in an apartment building in Istanbul, Turkey.
In four years, according to his wife and neighbors, he went from being an angry follower of Islam ready to kill for his faith, to a man of peace who seeks to help other Muslim converts to Christianity grow in their faith.
Even he admits it's an unlikely story.
"Frankly, I would have slaughtered anyone who suggested it," he told a reporter for the Times of India.
It was a long journey that included growing dissatisfaction with the "holy war" in Syria. As a fighter for al Nusra, a splinter group of al-Qaeda, he saw death on the battlefield and the mass executions and torture of prisoners.
One day, peering through binoculars at Syrian government soldiers executing their prisoners, he realized there was no difference between him and the enemy.
Disillusioned with the idea of Muslims killing other Muslims, he deserted al Nusra and took his wife to Istanbul.
Although, he remained a passionate follower of Islam, he soon had an experience that introduced him to the power of Jesus Christ.
When his wife Rashid became seriously ill, Bashir did the unthinkable and allowed a Christian cousin living in Canada to have his prayer group pray for her over the phone.
In a few days, his wife recovered and Bashir asked his cousin to introduce him to someone who could tell him more about Christ.
After several conversations with a missionary Bashir was close to renouncing Islam to follow Jesus.
Bashir says the welcoming attitude of churches and the generous prayers of Christianity drew him to the faith. And, he says, reading the Bible brings him more peace than the Koran.
But it was dreams that he and his wife had that sealed the deal. Rashid dreamed that a character from the Bible miraculously parted the sea; Bashir dreamed that Jesus gave him some food.
Even though Muslim converts to Christ face great danger, there are many stories of converts from Islam to Christianity in the Middle East and they often include people having dreams and visions of Christ.
In one respect, Bashir's story is different because instead of trying to leave the country he is choosing to remain and face the danger to help others grow in the faith.
"There's a big gap between the god I used to worship and the one I worship now," Mohammed said. "We used to worship in fear. Now everything has changed."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2017 | 12:59
Þjóðarskömm hvernig komið er fram við ellilífeyrisþega og öryrkja
Hvað er að gerast í þjóðfélagi okkar????? eru stjórnvöld vísvitandi að svelta ellilífeyrisþega og öryrkja???????? Það er vitað mál að stórum hluta þessa hóps er skammtaður skítur úr hnefa, það nær ekki að lifa af því sem þeim er ætlað.
Ráðherrar og aðrir alþingismenn ættu að reyna að lifa af því sem þessum hópum er ætlað að lifa af. Hvernig væri að láta kjararáð ákvarða greiðslur til þeirra????????
Eins og staðan er í dag er það alger hneisa hvernig komið er fram við þessa hópa. Ellilífeyrisþegar er fólk sem hefur gengi á undan okkur og lagt þann grunn þjóðfélagsins sem við byggjum á í dag, en þeim er ætlaður annar kostur en okkur hinum, hvernig má það vera??????
Ráðamenn hafa litlar áhyggjur, það er búið að tryggja þeim áhyggjulaust ævikvöld, skattborgarar verða látir sjá vel um þá, þannig að þeir geta lifað við alsnægtir, það sama er ekki upp á teningnum hjá almennum ellilífeyrisþegum eða öryrkjum.
Þetta er þjóðarskömm.
![]() |
Hafa ekki efni á tannlækningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2017 | 16:37
Hvorki ríkisstjórnar þingmaður eða undirritaður erum stolt af framferði ríkisstjórnarinnar í banka- og efnahagsmálum þjóðarinnar.
Mikið hef ég slæma tilfinningu fyrir bralli þeirra frænda sem skipa forsætis- og fjármálaráðuneytið. Það getur ekki verið að þeir einir og sér geti ráðstafað bönkunum og komið þeim í hendur á óræðum vogunarsjóðum og öðrum aðilum sem hafa ekki annarra hagsmuna að gæta en að græða á okkur Íslendingum.
Hvað annað liggur að baki?? er verið að undirbúa fjármálakrísu í þeim tilgangi að selja okkur þá hugmynd að evran væri góður kostur fyrir okkur????
Ég trúi því ekki að þingið ætli að láta þá um að höndla með efnahag þjóðarinnar á þann hátt sem kæmu okkur illa þegar fram í sækir. Ríkisstjórnin hefur tæpan meirihluta og ég trúi ekki öðru en að innan þingflokka þeirra sé fólk sem vill sporna við óðagoti þeirra frænda.
Það er góðs viti að þingmaður Bjartrar framtíðar segist ekki vera stolt af framferði ráðherranna. Ég vona að þegar að því kemur að þingmaðurinn standi frammi fyrir því að þurfi að fylgja þeim orðum eftir, þá verði ekki búið að svínbeygja hann (hana).
![]() |
Ég er ekki stolt af þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2017 | 16:57
Hvað eru ríkisstjórnarfrændur að bralla???????
Það er vondur fnykur af þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, ég hef ekki góða tilfinningu fyrir framgöngu forsætis- og fjármálaráðherra. Hverjum eru þeir að hampa??? af hverju var gerður nýr samningur við þá sem ekki vildu semja s.l. sumar???? og af hverju fá vogunarsjóðir Arion banka á silfurfati??????
Að fjármálaráðherra skuli telja það til marks um góða stöðu að þessir sjóðir vilji hingað inn, fyllir mig EKKI öryggi nema síður sé, það fer kuldahrollur um mig.
![]() |
Krafist upplýsinga um kaupendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2017 | 15:39
Meinum við já þegar við segjum já og nei þegar við segjum nei, eða er ekkert að marka okkur??????
Með því að fara þvert gegn því sem íslensk stjórnvöld höfðu áður gefið yfirlýsingu um gagnvart aflandskrónueigendum hafa núverandi stjórnvöld stór skaðar orðspor og trúverðugleika okkar. Hverjum dettur í hug að trúa og treysta íslenskum stjórnvöldum hér eftir eða Íslendingum sem eiga í viðskiptum við erlenda aðila?????
Stjórnvöld verða að ganga á undan með góðu fordæmi. Við þurfum öll á því að halda að orðspor okkar sé á þann veg að okkur sé treyst, að já okkar sé já og nei okkar sé nei, allt annað er glapræði.
![]() |
Snýst allt um trúverðugleikann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2017 | 16:19
Sérhver einstaklingur er Guðs gjöf
Sérhvert líf, sérhver einstaklingur er dýrmætur, gjöf frá Guði. Sérhver einstaklingur á rétt á að fá að lifa, vaxa, dafna og þroskast. Sérhvert líf er heilagt og enginn, ENGINN, hefur rétt til að deyða það líf og ég tala nú ekki um líf varnarlausra ófæddra barna, einstaklinga sem ekki hafa enn fengið tækifæri til að sanna sig sem fullgildir einstaklingar, þjóðfélagsþegnar.
Hversu mörgum læknum, prófessorum, rithöfundum, prestum, uppfinningarmönnum, hugsuðum, athafnamönnum, feðrum, mæðrum, vinum og svo má lengi telja, hefur verið fyrirkomið í móðurkviði????????
Þjóðfélög sem leyfa fósturdráp munu, þó síðar verði, gjalda þessarar óhæfu. Vesturlönd eru þú þegar farin að finna fyrir því þar sem flestar þjóðir eru farnar að eldast, ungu fólki fækkar. Hnignun vofir yfir þeim þjóðum sem koma þannig fram við börnin sem eiga að vera afkomendur þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
- Hvenær fær fáni Ísraels að vera dreginn upp við ráðhús Reykja...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar