Fyrir um 2500 árum ritaði Esekíel spámaður Drottins . . .

. . . er hann fjallaði um þá daga sem við lifum á í dag. Esekíel sagði frá því að Ísrael mun byggt að nýju af Ísraels mönnum. Guð hefur gefið þeim að yrkja landið sem var auðn og gera eyðimörkina að aldingarði. Þetta sjáum við nú í dag. Ísrael er sú þjóð sem Guð skapaði til að sýna heilagleika sinn á þeirri þjóð. Við erum kölluð til að blessa Ísrael vitandi að Guð mun birtast þar áður en langt um líður.

Esekíel kafli 36 frá versi 24 til 35, sjá fyrirheiti Drottins í þessum kafla.

24 Ég mun sækja yður til þjóðanna og saman safna yður úr öllum löndum og flytja yður inn í yðar land.

25 Ég mun stökkva hreinu vatni á yður, svo að þér verðið hreinir, ég mun hreinsa yður af öllum óhreinindum yðar og skurðgoðum.

26 Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi.

27 Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setninga mína og breytið eftir þeim.

28 Og þér skuluð búa í landinu, sem ég gaf feðrum yðar, og þér skuluð vera mín þjóð og ég skal vera yðar Guð.

29 Ég mun frelsa yður frá öllum óhreinindum yðar, og ég mun kalla á kornið og margfalda það, og ekkert hallæri mun ég láta yfir yður koma.

30 Og ég mun margfalda ávöxtu trjánna og gróða vallarins, til þess að þér þurfið ekki að þola brigsl meðal heiðnu þjóðanna fyrir hallæri.

31 Þá munuð þér minnast yðar vondu breytni og verka yðar, sem ekki voru góð, og yður mun bjóða við sjálfum yður sökum misgjörða yðar og viðurstyggða.

32 Eigi er það yðar vegna, að ég læt til mín taka, segir Drottinn Guð, það skuluð þér vita! Blygðist og skammist yðar fyrir breytni yðar, þér Ísraelsmenn!

33 Svo segir Drottinn Guð: Á þeim degi, er ég hreinsa yður af öllum misgjörðum yðar, þá mun ég aftur láta borgirnar verða byggðar, og þá skulu fallin húsin rísa úr rústum.

34 Og hið eydda land mun yrkt verða, í stað þess að það áður var eins og auðn í augum allra umfarenda.

35 Þá mun sagt verða: ,Þetta land, sem komið var í auðn, er orðið eins og Edens garður, og borgirnar, sem orðnar voru að rústum, sem eyddar voru og umturnaðar, eru nú víggirtar og byggðar.`

 


Þessir hlutir munu rætast eins og Heilög Ritning segir okkur frá.

Meira en 500 árum fyrir fæðingu Jesú Krists skrifaði Esekíel eftirfarandi, kafli 37 vers 21 og 22.

21 Og mæl til þeirra: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég sæki Ísraelsmenn til þjóðanna, þangað sem þeir fóru, og saman safna þeim úr öllum áttum og leiði þá aftur inn í land þeirra.

22 Og ég vil gjöra þá að einni þjóð í landinu, á Ísraels fjöllum, og einn konungur skal vera konungur yfir þeim öllum, og þeir skulu eigi framar vera tvær þjóðir og eigi framar vera skiptir í tvö konungsríki.

Þessi ritningarstaður á við á okkar dögum, við sjáum Orð Biblíunnar rætast fyrir augum okkar. Endurkoma Jesú Krists er ekki langt undan eins og Orðið bendir okkur á.


Umbreyting á lífi mans gerir hann að nýrri veru.

Daníel Rafn Guðmundsson er maður að meiru, hann lenti í ógöngum og á versta stað í lífi hans leitaði hann til Guðs, Jesú Krists, og varð það til þess að líf hans breyttist 100%. Ég hef kynnst Daníel og fengið að sjá hversu mikill Guð er er Hann mætti honum og umbreytti lífi hans gjörsamlega.

Lofaður sé Drottinn Guð, Ísraels Guð og konungur.


mbl.is „Það brenglast siðferðiskenndin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband