Nú taka þau að hverfa eitt af öðru

Vegna aðgerðar- og ráðaleysis stjórnvalda fækkar fyrirtækjum, þ.m.t. verslunum og þjónustufyrirtækjum einu af öðru og við það fjölgar þeim sem eru á atvinnuleysisskrá.

Ástæða þess að verslunum fækkar er sú staðreynd að dregið hefur úr neyslu.  Aðgerðir stjórnvalda leiða af sér að fólk sem á pening heldur að sér höndum og þeir sem ekki eiga pening geta ekki verslað.  Þetta kemur niður á verslun og þjónustu og endar með því að fyrirtæki verða að hætta rekstri og segja upp launþegum sínum.  Launþegarnir fara á atvinnuleysisbætur sem atvinnuleysistryggingasjóður borgar. 

Útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs hækka á sama tíma og tekjur sjóðsins minnka.   Tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga dragast saman þar sem fyrrnefnd fyrirtæki hætta að afla ríkissjóði tekna í formi óbeinna skatta og skatttekjur ríkis og sveitarfélaga er þau höfðu af launþegunum hverfa þar sem launþeginn hefur ekki neinar launatekjur lengur.

Þetta er staðreynd sem "Norræna velferðarstjórnin" virðist ekki skilja.  Ríkisstjórninni ætlar svo gersamlega að takast að klúðra málum svo algerlega að leitun er að öðru eins.  Jafnvel Mugabe í Zimbabwe fær hljómgrunn þar sem ríkisstjórn Íslands fær ekki hljómgrunn.

Við höfum ekki efni á "Norrænni velferðarstjórn" lengur, við þurfum nýja stjórn og nýtt þing.

 


mbl.is Hættir eftir 17 ára starfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 162108

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 196
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband