Það sem gera þarf til að koma hjólunum í gang á ný

Ef hjól efnahagslífsins eiga að fara í gang á ný þarf að taka djarfar ákvarðanir.  Þessar ákvarðanir þurfa að lúta að því að þær komi sem flestum að notum.  Þó má gera ráð fyrir því að einhverjir verði ekki sáttir og ekki víst að öllum líki, en heildar hagsmunir og hagsmunir heimilanna hljóta að hafa forgang.

Enginn gerir ráð fyrir því að allar aðgerðir verði gallalausar, eða að allt verði gott á augabragði, en krafa fólks er sú að gripið verði til raunhæfra aðgerða, en skortur hefur verið á slíku af hendi ríkisstjórnarinnar.

En hvað þarf að gera ? Hér á eftir er beinagrind að tillögu um það sem gera þarf.

  1. Lækka stýrivexti strax niður fyrir 5% og síðan áframhaldandi lækkun þar til við verðum komin á sömu slóðir í þeim efnum og nágrannaþjóðir okkar.
  2. Færa öll lán niður um 25% og eftir því hversu illa fólk og fyrirtæki eru sett allt að 80%.   Það væri á ábyrgð lánþega að leita eftir niðurfellingu umfram 25%.  Settur yrði á stofn starfshópur er sæi um að yfirfara slíkar beiðnir og koma með bindandi tillögur um frekari niðurfellingu eða höfnun, eftir því sem við á.
  3. Gjaldeyrislán verði lögð af, þeim breytt í krónulán miðað við lántökudag og beri breytilega vexti.  Sama niðurfelling og getið er í lið 2 eigi við um gjaldeyrislánin.
  4. Verðtrygging verði lögð af miðað við s.l. áramót.  Staða lána um s.l. áramót að frádreginni niðurfærslu verði látin ráða nýjum eftirstöðvum.
  5. Bankarnir fari að virka og veita eðlileg bankaviðskipti fyrirtækjum og heimilum.
  6. Gjaldeyrishöft afnumin.
  7. Lífeyrissjóðir verði sameinaðir í einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn.
  8. Nýr lífeyrissjóður landsmanna taki yfir tvo af ríkisbönkunum og sameini í einn.
  9. Gera þeim aðilum kleift að hefjast handa sem huga að byggingu álvera í Helguvík og á Bakka.  Eins þarf að liðka til fyrir þeim sem hafa áhuga á annarri starfsemi, s.s. netþjónabú og hvaða önnur starfsemi sem er er kallar á mannafla til starfa. 

Útfæra þarf suma þessara liða frekar eins og t.d. hvað lífeyrissjóðina varðar og aðkomu þeirra að bankakerfinu.

Sjálfsagt er ég að gleyma einhverju og má eflaust bæta ýmsu við þennan lista.

Ef farið yrði strax í að framkvæma fyrstu þrjá til fjóra liðina, myndi skapast svigrúm hjá mörgum sem myndi nýtast í að koma hjólunum í gang.  Það tæki síðan nokkrar vikur eða mánuði að sjá jákvæðar afleiðingar þessa og nokkur ár þangað til við sjáum verulegan ávöxt af aðgerðunum.

Eitt er það sem þarf að huga vel að í upphafi næstu uppsveiflu og það er það að komið verði í veg fyrir óeðlilega hækkun á verði íbúðarhúsnæðis.  Það má ekki gerast að allt fari upp úr öllu valdi á nýjan leik, það verður að hafa taum á verði húsnæðis og jafnvel verður að setja lög eða reglur er hamla óeðlilegri hækkun eins og átti sér stað á s.l. árum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Þú gleymsir lið 10:

Ríkissjóður kaupir lottómiða fyrir 1 miljarð í Euorolottóinu og vinnur pottþétt ;-)

peningarnir hafa svosem farið í meira rugl...

Brosveitan - Pétur Reynisson, 6.5.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er góður listi.  Varðandi atriði þrjú, þá mundi ég mæla með vaxtaþaki, því annars fara slíkir vextir upp úr öllu valdi eða a.m.k. koma seint niður.  Er með lán með 23,5% "breytilegum" vöxtum sem hafa haldist óbreyttir frá upphafi!

Marinó G. Njálsson, 6.5.2009 kl. 14:51

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Góður punktur Marinó ég er sammála þér.

Ef þú ert tilbúinn að tryggja vinninginn Pétur þá mæli ég með því.  Ertu til í að leggja út fyrir einum slíkum ? 

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.5.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 162498

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband