Drífum okkur að taka upp Evru áður en hún hrinur

Nú keppast margir stjórnmálamenn og aðrir hagsmunaaðilar um að lýsa því yfir að við eigum að taka upp Evru. 

Evran er sá gjaldmiðill sem er allt of hátt skráður, ekki bara gagnvart ISK heldur öllum öðrum gjaldmiðlum.  Það er ekkert á bak bið háa skráningu þess gjaldmiðils.  Evran á aðeins eftir að hrynja og það til grunna.

Allt útlit er fyrir að ýmis Evru lönd eigi eftir að gefa gjaldmiðilinn upp á bátinn, hann er ekki þeim það skjól sem menn vildu vera láta, hann hefur ekki komið þeim að gagni.  Hvaða lönd skyldu þetta vera ?? jú þar má nefna Ítalíu, Írland, Spán, Grikkland, Portúgal og nú eru til að mynda Frakkar mjög óánægðir með Evruna.

Það er ekki nóg að stjórnmálamenn ESB landa reyna að tala lífi í Evruna, eins og íslenskir stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar gerðu gagnvart ISK, fólkið í mörgum Evru löndum hefur misst trú á gjaldmiðlinu.  Evran á eftir að fara sömu leið og ISK, ef hún á þá ekki eftir að fara enn verr út úr því en ISK.  Það er ekkert að gerast í ESB sem gefur tilefni til bjartsýni, akkúrat ekki neitt !!!

Væri það ekki eftir öllu að við tækjum upp Evru og fylgdum henni í fallinu í þann dýpsta pytt sem íslenskt efnahagslíf hefur nokkurn tímann komist í.

Það er kominn tími til að íslenskir kjósendur hafi vit fyrir stjórnmálamönnum þessa lands og láti þá ekki segja sér hvað við viljum.  Ætlum við virkilega að láta þá teyma okkur til slátrunar í ESB ??  Ég segi nei takk !!!

Ég mun fylgjast grannt með stjórnmálamönnum, hverju þeir lofa og hvað þeir eru tilbúnir að standa við. 

Ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur upp þá stefnu að leiða okkur inn í ESB og taka upp Evru, þá mun fylgi hans hrynja.  En við verðum að fá skýr svör frá þeim flokki og eins öðrum flokkum.  Framsóknarflokkurinn er búinn að bindast ástfóstri við ESB eins og Sandfylkingin og Vinstri grænir eru ekki tilbúnir að tala skýrt.

Kjósendur eiga heimtingu á að vita hvað í boði er, ekki eingöngu varðandi ESB aðild heldur hvað varðar efnahagsmál, fjölskyldumál, atvinnumál, skattamál ofl. o.fl.

Það gæti orðið önnur búsáhalda bylting ef stjórnmálaflokkarnir gæta ekki að sér, fólk er mun meira á varðbergi nú en áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Sammála þér.

Sigurbjörn Svavarsson, 22.3.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.3.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 350
  • Frá upphafi: 162092

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 212
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband