Hefur það farið fram hjá Össuri Skarphéðinssyni að íslenska þjóðin hafnaði gæluverkefni hans?

Ætli Össur Skarphéðinsson hafi ekki verið að fylgjast með í kosningabaráttunni í vor eða var hann ekki með á nótunum.  Átti hann eitthvað erfitt með að lesa í úrslit kosninganna þar sem flokkur hans bauð afhroð, já meira afhroð en nokkur stjórnmálaflokkur hefur orðið fyrir frá stríðslokum ekki bara á Íslandi heldur um gjörvalla Evrópu?

Hefur það farið fram hjá Össuri Skarphéðinssyni að íslenska þjóðin hafnaði gæluverkefni hans?

Evrópusambandssinnar virðast hafa tekið upp aðferðir ESB-yfirvalda sem felst í því að hlusta ekki á almenning eða vilja meirihluta kjósenda, heldur fara fram með offorsi til að ná sínu fram hvað sem raular og tautar.

Það er kominn tími til að ESB-sinnar á Íslandi geri sér grein fyrir því að Ísland er ekki á leiðinni í ESB.  Því fyrr sem þeir átta sig á því því betra.  Það hefur farið of mikil orka, tími og fjármagn í þetta feigðar flan.

 


mbl.is „Orð skulu standa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ef síðustu kostningar hefðu snúist að einhverjum hluta um esb aðild eða ekki þá væri vit í þessu hjá þér Tómas. en þær gerðu það ekki þannig að þú er bara að bulla

Rafn Guðmundsson, 12.9.2013 kl. 18:01

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Endilega útskýrðu þá um hvað þær snerust Rafn.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.9.2013 kl. 18:39

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Rafn, fór það líka fram hjá þér, sú staðreynd að Samfylkingin lagði mikið kapp á að "klára" ESB ferlið?  Eina mál fylkingarinnar undanfarin ár var jörðuð af kjósendum í apríl s.l.

Stjórnarflokkarnir á hinn bóginn lofuðu kjósendum að hætta aðlögunarferlinu og eru nú að standa við það loforð, það er nokkuð sem Samfylkingin á erfitt með að kyngja.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.9.2013 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 162108

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 196
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband