Ofsóknir skólayfirvalda á hendur Snorra Óskarssyni

Snorri vinur minn Óskarsson hefur enn einu sinni orðið fyrir barðinu á ofsatrú pólitísks rétttrúnaðar.  Menn þola ekki að heyra það sem þeim fellur ekki í geð og þá er brugðið á það ráð að ofsækja þann sem hefur dug og þor að hafa skoðanir og koma þeim á framfæri. 

Skólayfirvöld á Akureyri og bæjarstjórn setur verulega niður verði þeirri ákvörðun að reka Snorra úr starfi ekki umsvifalaust snúið við.  Ég fullyrði að með því að reka Snorra Óskarsson úr starfi er Brekkuskóli að missa sinn allra besta kennara.

En ef ég þekki Snorra rétt mun hann ekki bugast eða láta þetta á sig fá heldur mun hann eflast í því að boða fagnaðarerindið eins og honum er lagið.

 


mbl.is „Menn skeindust á sálinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sammála þér Tómas, tjáningafrelsi á Íslandi virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá mörgum í dag. Þetta minnir á gömlu austantjaldslöndin.

Kristinn Ásgrímsson, 12.7.2012 kl. 21:21

2 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Ég skrifaði þessa athugasemd hjá Páli Vilhjálms. Hún á líka við hér:

Margir hafa misst vinnuna vegna stjórnmálaskoðana eða -afskipta eða -þátttöku. Ekkert nýtt við það. Sama á svosem við um skoðanir á öðrum sviðum eða trú manna. Menn hafa jafnvel látið lífið vegna trúar sinnar - já og stjórnmálaskoðana. Þarf einhver að vera hissa á að mannskepnan sé enn söm við sig, á Akureyri eða annars staðar?

 Kannski blessaður nýi biskupinn ætti að eiga móðurleg orð við þá Akureyringa. Ekki vildi hún reka sinn þjón á Austurlandi fyrir að segja skoðanir sínar sem Guðni var ekki par hrifinn af. Akureyringar hefðu kannski betur hlustað á orð biskups við það tækifæri.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 12.7.2012 kl. 22:00

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Má enginn hafa skoðun á Samkynhneiðum? Er þetta að verða sér hagsmunar-hópur??

Vilhjálmur Stefánsson, 12.7.2012 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 326
  • Frá upphafi: 162102

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband