Börnum er fórnað á altari "félagshyggjunnar"

Á sama tíma og kona lætur eyða fóstri, ýmist af frjálsum vilja eða vegna þrýstings frá öðrum og sá verknaður er kallaður "fóstureyðing, þá er önnur kona sem er jafnlangt gengin, verður fyrir því að missa fóstrið, þá er sagt að hún hafi misst barnið sitt.  Við erum dugleg við að sýna tvískinnung í afstöðu okkar til lífsins, ekki síst ófæddra barna, einstaklinga sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér.  Við þykjumst vita hvað því er fyrir bestu og tökum okkur vald Hins Almátka.

Hvenær er manneskja manneskja, hvenær er barn barn og hvenær er lifandi fóstur lifandi vera????  Mannfólkið hefur tekið sér stöðu Guðs í þessu máli og ákvarðað hvenær líf er líf og hvenær líf er ekki líf.  Þetta er mjög sorglegt og smánarblettur á mannkyninu og ekki síst í hinum vestræna heimi sem menn vilja kalla hinn siðmentaða heim.  Svo hneykslast menn á Kínverskum stjórnvöldum, sem reyndar eru óforskammaðir í framgöngu sinni gagnvart borgurum sínum.

Í Kína er börnum fórnað á altari "stjórnvaldsákvarðana".  Hér á landi og í hinum vestræna heimi er börnum fórnað á altari "félagshyggjunnar".

 Börnum var fórnað fyrr á öldum, þau brennd á eldi í tilbeiðslu til guða sem voru ekkert annað en illir andar.  Í dag þykir ekkert tiltökumál að fórna börnum á altari "félagshyggjunnar" og þau börn sem ekki fengu að sjá dagsljósið vegna innrása á líf þeirra skipta orðið tugum þúsunda hér á landi.  Hvílík skömm fyrir "velferðar samfélagið".

Ég bið þess að Guð fyrirgefi okkur vanvisku okkar og fáfræði, megi Hann auðsýna okkur miskunn og hjálpa okkur til að snúa af þessari óheilla braut.

 


mbl.is Þvinguð í fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

breytir það einhverju að"Guð" fyrirgefi?

el-Toro, 14.6.2012 kl. 23:04

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar við játum syndir okkar, biðjum Drottinn að fyrirgefa okkur og snúum okkur frá ranglæti, þá fyrirgefur Guð okkur.  Jesús Kristur sagði: "...svo elskaði Guð heiminn (þig og mig og alla aðra) að Hann gaf son sinn, til þess að hver sem á Hann (Jesú) trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf".  Já, Guð er fyrirgefandi Guð, en hluti iðrunar er að trúa á Hann og leitast við að eiga samfélag við Hann.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.6.2012 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 792
  • Frá upphafi: 162085

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 499
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband