Verðbólgan er 3% en ekki 8,3% ef gamlar reiknisaðferðir eru notaðar

Þegar notaðar eru þær aðferðir að framreikna verðbólguna, eins og gert var þegar verðbólgan var á uppleið, þá er verðbólgan nú 3%, en ekki 8,3%.

Við framreiknum verðbólgumælinguna milli mánaðanna mars til apríl yfir á tólfmánuði kemur þessi niðurstaða þ.e. 3% verðbólga.  En nú notast Hagstofan við mælingu er horfir aftur um tólf mánuði, þá er niðurstaðan 8,3% verðbólga.

Af hverju menn geta ekki notast við sömu reiknisaðferðir við mælingu á verðbólgu þegar hún er á niðurleið og þegar hún er á uppleið er ekki gott að segja, ekki nema til að hafa afsökun fyrir því að halda vöxtum í hæstu hæðum.

 


mbl.is Verðbólgan nú 8,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sæll Tómas.

Verðbólga ætti í raun ekki að vera fyrir hendi þar sem engin viðskipti eru í raun með krónu og ekkert að gerast innanlands plús að innflutningur er minni en útflutningur.

Verðbólgan nú er aðeins tilkomin af hækkunarrugli nær-rænulausu-helferðar-ríkis (ó)-stjórnarinnar, ekki satt?

Óskar Guðmundsson, 29.4.2010 kl. 10:05

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég get tekið undir með þér Óskar að verðbólga ætti ekki að þekkjast við þær aðstæður sem við búum við, en ég bendi hér á mismunandi aðferðir Hagstofunnar við að bera á borð fyrir almenning hversu mikil eða lítil "verðbólgan" er og vil ég meina að framsetningin gefur Seðlabankanum "afsökun" til að halda vöxtum háum, þegar þeir í raun ættu að vera um eða innan við 3% stig í stað þeirra 9 prósenta sem þeir nú eru.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.4.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 55
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 162280

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband