Í dag er sorgardagur fyrir íslenska þjóð.

Að hugsa sér að fagnaðarlæti skuli brjótast út á þingpöllum þegar Alþingi Íslendinga samþykkir heimild til að myrða ófædd börn og það á ógeðfelldan hátt. Það nákvæmlega sama gerðist í janúar s.l. þegar nýtt þing New York fylkis samþykkti "fóstureyðingu" við fæðingu. Að hugsa sér að þetta fólk sem þó fékk að fæðast getur ekki unnt hinum ófæddu þess að verða menn og konur eins og þau.

Þarna er um að ræða framtíðar þingmenn og ráðherrar, læknar, hjúkrunarfólk, verkafólk og menntafólk, allt saman hið besta og færasta, en nei þau skulu ekki fá að verða það sem Guð ætlaði þeim að verða.

Siðferði þjóðarinnar fer ört hrakandi.

Elítan verður ekki í rónni fyrr en þjóðfélag okkar telur færri en fimmtíu þúsund einstaklinga. Þetta er verk höfðingja þessa heims.


mbl.is Frumvarp um þungunarrof samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður virðist siðferðið vera á hraðri niðurleið í landinu og ég verð að segja að mér dauðbrá þegar ég heyrði forsætisráðherra segja að hún styddi "fóstureyðingar" ÁN tímatakmarkana (þetta var í fréttum RÚV í kvöld).........

Jóhann Elíasson, 14.5.2019 kl. 01:19

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, sannarlega hafið þið rétt að mæla báðir tveir, Tómas og Jóhann.

Þetta er sorgardagur og hneisu fyrir þing og þjóð.

En það getur bara orðið upphaf nýrrar baráttu fyrir réttlætinu, fræðslubaráttu fyrir sannleikanum, sem í dag var freklega fótum troðinn af gervirökum hugsunarleysingja í þjónustu annarlegra myrkraafla.

Fordjörfun Katrínar Jakobsdóttur er þar alveg sér á báti -- ótrúlegt !  

Jón Valur Jensson, 14.5.2019 kl. 02:19

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka ykkur Jóhann og Jón Valur, þetta er óhugnanlegt svo vægt sé til orða tekið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.5.2019 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 161160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband