Þær lifðu af, dauðinn varð að gefa eftir.

Mikið er talað um sjálfsákvörðunarrétt kvenna og að þær ráði yfir eigin líkama, réttindi kvenna þurfi að hafa í heiðri, en hvað um réttindi þeirra kvenna sem deyddar eru í móðurlífi? Konan hefur þann rétt að hafna því að hafa mök við einhvern af hinu kynin, það er hennar réttur, hún gæti orðið ólétt, þau konan og maðurinn ættu að hafa það í huga. Konan hefur ekki rétt til að ákveða að líf annarrar persónu sé ekki þess virði að leyfa þeim einstaklingi að lifa. Barn sem verður til í móður kviði er ekki konan sjálf, barnið er sjálfstæður einstaklingur sem hefur lífsgöngu sína í kviði móður sinnar.

Fóstureyðingar eru á sama plani og útburður barna var hér á öldum fyrr, eða þegar sveinbörn átti að myrða á þeim tíma þegar Móses fæddist, eða þau börn sem myrt voru á hrottalegan hátt um það leiti sem Jesús Kristur fæddist. Getur verið að fóstureyðingar á okkar tímum segi okkur eitthvað um þann tíma sem við nú lifum? Erum við sem einstaklingar tilbúnir að vera þátttakendur í þeim hildarleik sem fóstur víg eru? erum við tilbúin að vera sett á sama stall og Hitler, Stalín og Maó??????????

Fósturmorðin eru ljótur og hræðilegur atburður sem ekki ætti að eiga sér stað í "siðuðu" þjóðfélagi.

Bæn mín til Guðs almáttugs er sú að augu Svandísar Svavarsdóttur og allra þeirra sem taka undir með henni opnist og þau sjái hversu illar þessar aðgerðir eru.

Hér fyrir neðan eru myndvönd er fjalla um tvær konur sem lifðu fóstureyðingu af. Það sem þær hafa að segja ættu allir að heyra.

Fyrsta myndbandið sýnir er Gianna Jessen talar fyrir bandarískri þingnefnd og síðasta myndbandið er einnig með Gianna þar sem rætt er við hana og hún segir sína sögu.

Annað myndbandið er viðtal við Melissa Ohden, en móðir hennar vissi ekki að hún hafði lifað fóstureyðinguna af, þær hittust árum síðar.


mbl.is Sjálfsákvörðunarréttur kvenna sé skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stórkostlegt, Tómas, að sjá þetta og fá þennan vitnisburð tveggja kvenna, sem lifðu af fóstureyðingaraðgerð og eru EKKI einar um það!

Gianna Jessen er frábær á sínu myndbandi (ég verð að horfa á seinna myndband hennar á morgun), og eins snertir það mann líka mikið að heyra það sem hin konan segir frá.

Vel gert hjá þér, félagi, að halda þessu máli sífellt vakandi. Þetta þarf að birtast víðar, og nú ætla ég að tengja þessa vefslóð inn á Facebókina mína, svo að fleiri frétti af þessu!

Guð gefi hinum ófæddu sigurinn, upplýsi alla menn og gefi lífsverndarsinnum úthald í baráttunni.

Jón Valur Jensson, 3.11.2018 kl. 05:26

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Jón Valur.

Já það eru til margir vitnisburðir um börn sem hafa lifað fóstureyðingu af. En eins og Gianna segir, hefði fósturmorðinginn verið til staðar hefði hún verið kyrkt, kæfð eða komið einhverstaðar fyrir þar sem hún væri látin afskiptalaun þar til hún dæi.

Fjölmörg börn hafa hlotið þau örlög að séð hafi verið til þess að þau kæmust ekki lífs af. Grimmdin gagnvart ómálga börnum er hræðileg og óskiljanlegt að það er allt gert í nafni laganna og stjórnvalda. Menn skulu þó minnast þess að mannleg lög geta aldrei orðið Guðs lögum æðri.

Þegar úrskurður verður kveðinn upp á efsta degi, verða Guðs lög höfð að leiðarljósi, ekki lög samþykkt á Alþingi Íslendinga og dómurinn í takt við þau lög.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.11.2018 kl. 17:25

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef svosem engar djúpar skoðanir á þessu máli en set spurn við það af hverju kona sem verður óvart ófrísk eða vil stöðva meðgöngu af læknisfræðilegurm eða efnahagslegum ástæðum þarf 22 vikur til að gera það upp við sig hvað hun ætlar að gera í málinu. Er valkvíðinn svona mikill? Af hverju þarf ríflega hálfa meðgönguna til að gera þetta upp við sig? Fimm og hálfan mánuð. Svar óskast.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2018 kl. 19:07

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta er góð og gild spurning Jón Steinar. Ég held þú verðir að bera hana upp við "heilbrigðisráðherra", Svandísi Svavarsdóttur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.11.2018 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband