Sjálfstæðisflokkurinn var eitt sinn stoð og stytta í íslenskum stjórnmálum, en hann er það ekki lengur.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sá sami og hann var fyrir tuttugu árum og þaðan af lengra síðan. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir heilbrigðum gildum sem þorri landsmanna gat tekið undir, en í dag eru þau gildi orðin útþynnt.

Ég var gallharður Sjálfstæðismaður á mínum yngri árum, en hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með flokkinn undir núverandi forystu hans. Þegar flokkurinn galt ICESAVE III atkvæði sín sagði ég mig úr flokknum og hef ekki séð ástæðu til að ganga í flokkinn að nýju.

Það er ekkert sem sannfærir mig um að Sjálfstæðisflokkurinn sé eða ætli að taka upp þá stefnu sem ég get fellt mig við. Ég er ekki hissa að flokkurinn hafi misst það fylgi sem þegar er horfið frá honum og það kæmi mér alls ekki á óvart ef hann ætti eftir að missa enn meira fylgi verði þau gildi sem flokkurinn stóð fyrir ekki endurnýjuð.

Þeir eru þó nokkrir, svona handfylli, af þingmönnum flokksins sem ég er ánægður með, en þeir eru í miklum minnihluta, hægt að telja á fingrum annarrar handar.

Efnahagsmál er stór þáttur í samfélagi okkar og nauðsynlegt að vel sé á þeim málum haldið, en efnahagsmál eru ekki það eina sem skipta máli. Almenn siðferðileg gildi hafa meira vægi að mínu mati, en siðferði í landi okkar hefur farið hrakandi og sjá má birtingamynd þess glöggt á Alþingi Íslendinga, því miður.

Sjálfstæðisflokkurinn var eitt sinn stoð og stytta í íslenskum stjórnmálum, en hann er það ekki lengur. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í gegnum hreinsunareld ætli hann að verða stólpi íslenskra stjórnmála í framtíðinni.


mbl.is Styrmir skýtur á flokksforystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Réttsýni

Rétt, og þeir eru margir sem eru í þínum sporum varðandi afstöðuna til Sjálfstæðisflokksins, eða Sérhagsmunaflokksins eins og sumir kalla hann í dag. Studdu hann einu sinni en geta það ekki lengur í ljósi vanvirðingar hans á almennu siðferði í stjórnmálum, lygum og spillingu. En því miður eru þeir enn fleiri sem eru tilbúnir að kasta sínu egin siðferði og samvisku fyrir borð í vörn fyrir flokkinn. Vonandi fara fleiri þeirra að sjá að sér og átta sig á að flokkurinn þarf að fara í gegnum hreinsunareld eins og þú segir.

Réttsýni, 20.3.2018 kl. 15:49

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ef maður er sannarlega réttsýnn á maður ekki að þurfa að koma fram undir dulnefni. Sá sem er réttsýnn og heiðarlegur á ekki að þurfa að skammast sín fyrir hver hann/hún er. En takk fyrir innlitið og athugasemd þína samt sem áður.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.3.2018 kl. 16:24

3 Smámynd: Réttsýni

Ég skammast mín ekkert ... ég er að vernda mig og fjölskyldu mína fyrir aðkasti vegna minna skoðana og hef fulla ástæðu til. Tek öryggi mitt og þeirra fram yfir nafnbirtingu mína.

Réttsýni, 20.3.2018 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband