Akureyrarbær fór offari gegn Snorra Óskarssyni og hefur nú fengið sinn dóm.

Til hamingju kæri vinur, Snorri Óskarsson. Niðurstaða Hæstaréttar er rökrétt og hefði ekki getað farið á annan veg, að öðrum kosti væri tjáningarfrelsi á Íslandi úr sögunni.

Snorri vann ekki aðeins persónulegan sigur á pólitískum rétttrúnaði heldur sigur fyrir alla kennara, aðra opinbera starfsmenn og ég tala nú ekki um fyrir kristin sjónarmið og skoðanafrelsi á Íslandi. Hefði Hæstiréttur dæmt Akureyrarbæ í hag væri skoðanafrelsi á Íslandi illa statt þá gætum við öll hætt að skrifa á bloggsíður okkar og/eða skrifað í athugasemdir annarra bloggara.

Nú hlýtur skólastjórinn í Brekkuskóla og bæjarstjórn Akureyrarbæjar og ég tala nú ekki um þeir sem hófu þessa herferð gegn Snorra að biðja hann afsökunar á framferði sínu, bjóða honum að taka við starfi sínu á nýjan leik og sjá til þess að þær launagreiðslur sem hann hefur farið á mis við verði greiddar honum hið snarasta ásamt dráttarvöxtum. Annað væri óeðlilegt. 

Ég trúi ekki öðru en Akureyrarbær hafi lært sína lexíu og vilji í lengstu lög forðast enn frekari niðurlægingu en bæjarfélagið hefur nú þegar orðið fyrir við staðfestingu Hæstaréttar á rétti Snorra Óskarssonar.

Snorri hefur með þolinmæði þurft að bíða þessarar niðurstöðu allt of lengi, en svona er nú réttarkerfi okkar og ég er viss um að þar sé hægt að laga ýmislegt svo menn þurfi ekki að bíða árum saman eftir að fá lausn mála sinna.

Mér liggur við að þakka Akureyrarbæ fyrir að hafa farið í þessa vegferð þó svo ég geti ekki verið þakklátur fyrir það sem þeir hafa lagt á vin minn Snorra, en nú hefur Hæstiréttur tekið af allan vafa um að við megum hafa skoðanir og láta þær í ljós þó þær falli ekki að pólitískum rétttrúnaði, þeirra sem vilja þagga niður í þeim sem ekki eru sammála ruglinu sem þar fyrirfinnst.

Akureyrarbær fór offari gegn Snorra Óskarssyni og hefur nú fengið sinn dóm.


mbl.is Snorri hafði betur gegn Akureyrarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað ég er sammála þér. Fáir hafa eins öflugan sannfæringarkraft og hann þegar hann skýrir ritað orð úr Biblíunni.Það er yndælt að hlusta á hans hljómþýðu rödd í Omega.

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2016 kl. 22:37

2 Smámynd: Elle_

Farið var offari gegn þessum manni og verulega erfitt var að horfa upp á það.  Minnti á ofsóknir.

Elle_, 12.2.2016 kl. 00:47

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju, Snorri !

Jón Valur Jensson, 12.2.2016 kl. 04:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 161162

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband