Hverjum er greiði gerður með að sniðganga Ísraelskar vörur

Til er sá hópur "vina Palestínu" sem vill banna viðskipti við Ísraelskt fyrirtækið SodaStream, vegna þess að það er staðsett í Júdeu [Vestur-bakkanum].  Það á semsagt að refsa þessu fyrirtæki fyrst og fremst af því það er í eigu Ísraelskrar fjölskyldu og vegna staðsetningar fyrirtækisins.

Þessum blessuðu svo kölluðu "vinum Palestínu" virðist ekki vera ljóst að 500 starfsmenn fyrirtækisins eru "Palestínumenn" sem fá fjórum sinnum [x4] hærri laun en "Palestínumenn" sem þiggja laun frá "Palestínskum" stjórnvöldum.  Í fyrirtækinu vinna einnig um 350 Ísraelskir arabar og um 300 gyðingar. 

Allt þetta fólk er á sömu launum, hvort heldur það eru gyðingar eða arabar, "Palestínumenn" eða ekki "Palestínumenn".  Réttindi allra eru þau sömu, hvað varðar frí, veikindi, orlof eða annað.  Vinnumórallinn er góður og virðast allir njóta þess að vinna hjá SodaStream, gyðingar með aröbum og arabar með gyðingum.

Ég hef áður skrifað um þetta á bloggsíðu minni, er segir frá SodaStream og viðtöl við "Palestínumenn" sem vinna hjá fyrirtækinu.

Ég held að svo kallaðir "vinir Palestínu" ættu að hugsa sinn gang áður en þeir vilja sniðganga Ísraelskar vörur, vegna þess að oftar en ekki hefur það áhrif á "Palestínska" verkamenn nú eða araba með Ísraelskt ríkisfang.

Það væri kaldhæðni örlaganna ef Íslenskir "vinir Palestínu" yrðu þess valdandi að svo kallaðir vinir þeirra í "Palestínu" misstu vinnu sína og þar með góðar tekjur, þeirra vegna.  Talið er að minnsta kosti vinni 15000 "Palestínumenn" hjá Ísraelskum fyrirtækjum og líkar það vel.

Með því að loka á Ísraelskar vörur, eru "vinir Palestínu" að loka á launagreiðslur til margra "Palestínumanna", svokallaðra vina þeirra.

Netslóð á fyrri færslu mína um SodaStream er hér fyrir neðan

 http://tibsen.blog.is/blog/tibsen/entry/1352621/


mbl.is Beitir sér ekki fyrir þvingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sammála þér Tómas, það er svo eitt að vera vinur palestínumanna sem að við öll erum, annað er að vera vinur Hamas.

Kristinn Ásgrímsson, 18.9.2014 kl. 16:20

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir þetta Kristinn.  Jú mikið rétt, enda geta flestir "Palestínumenn" og Ísraelar lifað í sátt og samlindi, en það eru Íslamistarnir sem gera þeim erfitt fyrir. 

Hefðu allir USD milljarðarnir sem Bandarísk og Evrópsk stjórnvöld hafa sent til "Palestínskra" stjórnvalda, verið nýttir til að byggja upp innviði og atvinnulíf á Gaza og "Vestur bakkanum", þá mundi "Palestínskur" almenningur lifa góðu lífi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.9.2014 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 67
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 776
  • Frá upphafi: 162052

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 489
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband