Kjósendur eru hættir að kjósa út á nafnið eitt!!!!!

Sú var tíðin að menn voru mjög fastheldnir á þá pólitísku flokka sem þeir fylgdu.  Menn voru fljótir að fyrirgefa glappaskotum forustumönnum stjórnmálaflokkanna, það var eins og nafnið á flokkunum eitt og sér dygði til að ná til þeirra sem voru dyggir fylgjendur þeirra.  Svo fór það að gerast að fólk fór að missa trú á vissum stjórnmálamönnum og flokkar þeirra guldu þess.  Nú þurfa menn að vera gallharðir vinstrimenn til þess að kvika hvergi sama hvaða vitleysa kemur frá forystu flokka þeirra.

Forystusveit Sjálfstæðisflokksins virðist haldin þeirri blindu að halda að gamlir og rótgrónir sjálfstæðismenn kjósi ávalt flokkinn út á nafnið eitt.  Staðreyndin er hinsvegar sú að almennir sjálfstæðismenn, grasrót flokksins, er farin að sjá í gegnum forustuna og líkar ekki það sem þeir sjá.  Tiltrú fólks, Sjálfstæðismanna, á forustu flokksins er horfin, fólkið sem kosið hefur flokkinn kýs með fótunum, það er á hraðri ferð út úr flokknum.  Núverandi forustusveit er búin að rústa Sjálfstæðisflokknum, flokknum sem var stoð og stytta íslensks samfélags og virðast þingmenn flokksins sem fóru fram sem dyggir flokksmenn vera undir hæl forustunnar.

Eru til þeir þingmenn sem þora að hafa aðra skoðun en forustan, þingmenn sem hlusta á kjósendur sína og bera sama ótta í brjósti og almenningur sem hefur þorað að hafa aðra skoðun en sá pólitíski rétttrúnaður sem boðaður er af sitjandi ríkisstjórn. 

Ekki er við því að búast að Vinstri grænir séu svo grænir, í þeim skilningi að vilja vernda náttúru og auðæfi landsins, þar sem forusta þess flokks segir flokksmönnum hvernig þeir eigi að hugsa, að því leiti eru þeir algerlega grænir, vantar sjálfstæða hugsun og sjá að VG er komið langt frá þeirri stefnu sem þeir boða, svona rétt fyrir kosningar. 

Framsóknarflokkurinn er leiðitamur, opinn í báða enda og siglir eftir vindum hverju sinni ef þeir telja sig græða á því.

Í grasrót Sjálfstæðisflokksins er nú orðið, sem betur fer, til fólk sem þorir að hafa aðra skoðun en forustan og lætur í sér heyra.  En hefur forusta flokksins þá auðmýkt til að bera að hlusta og játa að þeim hafi orðið á og séu viljugir til að snúa af þeirri braut sem þeir hafa verið á.  Geri þeir það ekki er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera sem forustuafl í íslenskum stjórnmálum.

Kjósendur eru hættir að kjósa út á nafnið eitt það þarf meira til.!!!!!!!


mbl.is Safnar fram að atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2019

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband