Hvað er til ráða þegar við höfum gleymt drengjunum og stúlkum okkar.

Vandi drengjanna okkar og stúlkna er vandi þjóðarinnar allrar.

Hér áður fyrr léku börn sér úti, meir en nú er gert, mörg fóru snemma að vinna t.d. í fiski, sum voru í sveit á sumrin, þau höfðu ýmislegt til að dunda sér við og þá helst úti við.

Í dag eru börn á unga aldri sett framan við sjónvarpið, síðan kemur tölvan, svo koma allskonar óæskilegar bíómyndir og tónlist sem er krefjandi á að hlusta.

Fæst börn eru uppfrædd í Guðs Orði, kenndar bænir eða farið með þau í kirkju og sunnudagaskóla. Biblíusögur og kristinfræði hafa verið fjarlægð úr skólunum, ekki má gefa skólabörnum Nýja Testamentið, en hinsegin fólki hleypt í skólana þess í stað með sinn heilaþvott og áróður á börnin.

Upplausn heimila og hjónaskilnaðir hafa vissulega áhrif á börnin og í mörgum tilfellum mjög djúpstæð áhrif.

Allt þetta hefur áhrif á stöðu fólksins í landinu og þó einkum ungviðis okkar. Þegar Guð er tekinn út úr samfélaginu er ekki von á góðu. Þegar sá sem gefur frið er tekinn út og sá sem fyllir fólk ófriði, stressi og streitu, óhemjuskap og græðgi fær yfirhöndina, þá uppsker þjóðfélagið það sem til er sáð.

Alþingi getur ekki breytt þjóðfélaginu, en þingmenn geta sett fordæmi með sínum eigin gjörðum og verið fyrirmynd fyrir samfélagið allt.

Leitum fyrst Guðs ríkis og Hans réttlætis, þá munum við njóta blessana Hans.


mbl.is Höfum við gleymt drengjunum okkar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2018

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 161288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband