Af hverju öll þessi sjálfsvíg???

Hvað segir það okkur að fjöldi ungs fólks er að taka sitt eigið líf???  Ég trúi því ekki að nokkur fari í þá vegferð án þess að hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika. Vonleysi, tilgangsleysi, áhyggjur, kvíði, einelti, afskiptaleysi og svo mætti lengi telja eru hluti af þeim vanda sem fólk og þó einkum ungt fólk, að ég tel, á við að stríða.

Síðustu áratugi, einkum síðustu 10 til 20 ár hafa vestræn þjóðfélög, sem áður voru talin kristin, snúið frá kristni og þeim gildum sem Guðstrúin boðar okkur. Jesús sagði: "Þjófurinn (djöfullinn) kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða (deyða). Ég (Jesús) er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð".

Sá sem trúir á Guð á samfélag við Hann þekkir Guð og er þekktur af Guði. Þjóð, þótt kristin sé að nafninu til, sem þekkir ekki Guð og hafnar boðorðum Hans, fer á mis við allt það sem Guð hefur að gefa. Guð þröngvar engu uppá okkur.

Það er ekki nóg að hafa fullt af kirkjum, þar á meðal þjóðkirkju, ef boðskapur Guðs er ekki fluttur í þeim og eins fyrir utan þær. Ef boðskapur iðrunar og helgunar fær ekki að hljóma í kirkjunni eða yfirleitt í úti í samfélagi okkar og kirkjan er bara eins og hluti af heimsapparatinu og ef hún hefur ekkert að gefa sem er eftirsóknarvert er ekki von á góðu.

Kirkjan á að vera staður þar sem friður Guðs ríkir, nærvera Hans er til staðar, þar sem andlega og líkamlega lækningu er að fá, þar sem Orð Guðs er huggun, uppörvun og hvatning.

Nú höldum við bráðum jól, þegar við minnumst þess að Frelsari er í heiminn fæddur, Jesús Guðs sonur. Koma Jesú var ekki eitthvað út í bláinn, það var tilgangur með komu Hans. Jesús kom til að frelsa okkur frá syndum okkar og til að gefa okkur eilífa von og framtíð til heilla og blessunar, en við mannkynið höfum hafnað Honum.

Guð bíður með faðminn opinn tilbúinn að taka við hverjum þeim sem til Hans vill koma. Guð er kærleikur, Hann elskar alla, menn og konur, unga sem aldna. Hann er tilbúinn að fyrirgefa okkur syndir okkar þegar við komum til Hans í einlægni og játum syndir okkar.

Í Esekíel 18.kafla 32.versi segir: "Því að ég hefi eigi velþóknun á dauða nokkurs manns, segir Drottinn Guð. Látið því af, svo að þér megið lifa".

Og Esekíel 33.kafli 11.vers: "Svo sannarlega sem ég lifi, -segir Drottinn Guð- hefi ég ekki þóknun á dauða hins óguðlega, heldur að hinn óguðlegi hverfi frá breytni sinni og haldi lífi. Snúið yður, snúið yður frá yðar vondu breytni! Hví viljið þér deyja, Ísraelsmenn (Íslendingar)?".

Það er til von, hún felst í því að við sem einstaklingar og við sem þjóð snúum okkur til Drottins Guðs, áköllum Hann og leitum Hans vilja. Fræðumst í Orði Hans, biðjum til Hans og lofum Hann, þá munum við lifa og friður Guðs koma og fylla líf okkar. Friður heimsins sem menn eru alltaf að leita að er ekki hinn sanni friður, en fríður Guðs sem okkur er fyrirheitinn fyllir líf okkar og kemur inn í samskipti okkar við annað fólk. Sá friður er góður, notalegur, gefandi.

Megi okkur Íslendingum veitast sú náð að koma til Hans sem gefur hið sanna líf og hinn sanna frið. Það er þess virði.

Guð elskar þig, þig persónulega, ekki bara sem hluta af stærri heild, heldur þig sem einstakling. Gefðu Guði tækifæri, þú hefur engu að tapa en allt að vinna.

Guð blessi þig.


mbl.is Átta börn yngri en 14 ára frömdu sjálfsvíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2018

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 161294

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband