Þær lifðu af, dauðinn varð að gefa eftir.

Mikið er talað um sjálfsákvörðunarrétt kvenna og að þær ráði yfir eigin líkama, réttindi kvenna þurfi að hafa í heiðri, en hvað um réttindi þeirra kvenna sem deyddar eru í móðurlífi? Konan hefur þann rétt að hafna því að hafa mök við einhvern af hinu kynin, það er hennar réttur, hún gæti orðið ólétt, þau konan og maðurinn ættu að hafa það í huga. Konan hefur ekki rétt til að ákveða að líf annarrar persónu sé ekki þess virði að leyfa þeim einstaklingi að lifa. Barn sem verður til í móður kviði er ekki konan sjálf, barnið er sjálfstæður einstaklingur sem hefur lífsgöngu sína í kviði móður sinnar.

Fóstureyðingar eru á sama plani og útburður barna var hér á öldum fyrr, eða þegar sveinbörn átti að myrða á þeim tíma þegar Móses fæddist, eða þau börn sem myrt voru á hrottalegan hátt um það leiti sem Jesús Kristur fæddist. Getur verið að fóstureyðingar á okkar tímum segi okkur eitthvað um þann tíma sem við nú lifum? Erum við sem einstaklingar tilbúnir að vera þátttakendur í þeim hildarleik sem fóstur víg eru? erum við tilbúin að vera sett á sama stall og Hitler, Stalín og Maó??????????

Fósturmorðin eru ljótur og hræðilegur atburður sem ekki ætti að eiga sér stað í "siðuðu" þjóðfélagi.

Bæn mín til Guðs almáttugs er sú að augu Svandísar Svavarsdóttur og allra þeirra sem taka undir með henni opnist og þau sjái hversu illar þessar aðgerðir eru.

Hér fyrir neðan eru myndvönd er fjalla um tvær konur sem lifðu fóstureyðingu af. Það sem þær hafa að segja ættu allir að heyra.

Fyrsta myndbandið sýnir er Gianna Jessen talar fyrir bandarískri þingnefnd og síðasta myndbandið er einnig með Gianna þar sem rætt er við hana og hún segir sína sögu.

Annað myndbandið er viðtal við Melissa Ohden, en móðir hennar vissi ekki að hún hafði lifað fóstureyðinguna af, þær hittust árum síðar.


mbl.is Sjálfsákvörðunarréttur kvenna sé skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. nóvember 2018

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 161294

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband