Augljóst að allt fer í bál og brand?????

Furðulegar eru þær yfirlýsingar Magneu Marinósdóttur um að allt muni fara í bál og brand vegna viðurkenningar Trumps á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Mér sýnist hún þar með vera að lýsa því yfir að engin eða lítil breyting verði á ástandinu á þeim slóðum þ.e. "Palestínu" og í Jerúsalem.

"Palestínumenn" hóta intifata (hryðjuverkum), en það er engin breyting frá því sem verið hefur. Abbas segir viðurkenninguna eyðileggja friðarferlið. Mér er spurn, hvaða friðarferli? Abbas og Arafat á undan honum hafa ekki látið hjá líða að miss af friðarsáttmála sem í boði hafa verið hvað eftir annað. Þeir félagar hafa glutrað frá sér öllum tækifærum til að gera friðarsamninga við Ísrael á fætur öðrum.

Í huga "Palestínumanna" einkum þó Hamas liða verður enginn friður fyrr en búið verður að eyða Gyðingum ekki bara í Ísrael heldur á heimsvísu. Þeir sjá ekki fyrir sér neinn frið fyrr en þeir hafa yfirráð yfir öllu því svæði sem heitir í dag Ísrael og það svæði verði eingöngu í höndum þeirra. Gallinn er bara sá að hafi þeir ekki Gyðinga til að hatast út í hafa þeir engan tilgang. Það sem sameinar þá í dag er hatrið sem þeir bera í garð Gyðinga og Ísraels.

Það sem fólk þarf að átta sig á er sú staðreynd að ríki "Palestínu" hefur aldrei verið til. Ísrael vann landsvæði og Jerúsalem af Jórdönum í sex daga stríðinu, ekki "Palestínumönnum". "Palestínumenn" höfðu aldrei neitt tilkall til Jerúsalem. Jerúsalem hefur eingöngu verið höfuðborg Ísraels ekki neins annars ríkis frá upphafi vega.

Uppreisn [intifata] af hálfu "Palestínumanna" yrði ekkert nýtt, þeir eru búnir að vera hóta slíku og það löngu áður en Trump kom til sögunnar. Uppreisn þeirra er búin að vera meira og minna viðloðandi í tugi ára og því engin breyting þó svo verði áfram nú og fjölmiðlar komi til með að fjalla meira um það nú í kjölfar þess að Jerúsalem er viðurkennd höfuðborg Ísraels.

Íslenska ríkið á nú að sína sóma sinn í því að fara að ráðum Trumps og viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og efla samskipti við Ísrael, það yrði okkur bara til blessunar.


mbl.is Augljóst að allt fer í bál og brand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2017

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 770
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband