Daniel Gross stendur fyrir sínu, það sama verður ekki sagt um ráðherra ríkisstjórnarinnar

Samfylkingarþingmaðurinn Valgerður Bjarnadóttir og Samfylkingarráðherrann Gylfi Magnússon virðast hafa áhyggjur af kostnaði við setu Daniel Gross í bankaráði Seðlabankans.  Ég held að þau ættu að hafa meiri áhyggjur af kostnaði sem til fellur vegna umsóknar Íslands að Evrópusambandinu sem þjóðin hefur ekki áhuga á, en kostar okkur reiðinnar ósköp.  Gross hefur þó verið að vinna vinnuna sína og það með hagsmuni Íslands að leiðarljósi, ekki verður hið sama sagt um ráðherra eða þingmenn stjórnarflokkanna.

 


mbl.is Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanna

Hvernig færð þú það út að þjóðin hafi ekki áhuga á ESB?

Ég veit ekki betur en að Þjóðin haf kosið Samfylkinguna í vor. Helsta mál Samfylkingarinnar voru Evrópumál og umsókn Íslands að Evrópusambandinu.

 Samkvæmt þessu þá er meirihluta vilji fyrir því að kanna kosti og galla Evrópusambandsins.

Góðar stundir

Hanna, 27.11.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæra Hanna, ætlar þú að segja mér það að innan við 30% kjósenda (sem kusu Samfylkinguna) sé meirihluti þjóðarinnar ?  og að 70% þjóðarinnar sem er á móti aðild að ESB sé minnihluti ?  það er skrítin stærðfræði.  Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar á móti inngöngu í ESB og fer sá hópur stækkandi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.11.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband