Hagsmuna hverra er Össur og Sandfylkingin að gæta ?

Ég get ekki betur séð en að hagsmunir íslendinga séu fyrir borð bornir af hálfu Sandfylkingarinnar, hagsmunir Evrópusambandsins vigta greinilega þyngra að þeirra mati.  Össur hefur legið á lögfræðiáliti lögmannsstofunnar Mischon de Reya, en sú stofa er staðsett í London.  Í áliti lögmannsstofunnar kemur fram að óvíst sé um ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave og er sú niðurstaða fundin eftir að þeir hafa ígrundað regluverk ESB.  En Össuri og öðrum úr Sandfylkingunni með hjálp Steingríms J. er svo mikið í mun að fjötra íslenskan almenning og nota Icesave-klúðrið til að koma okkur inn í ESB og styggja ekki Evrópusambandið sem Sandfylkingin sleikir upp eins og ungt par í ástaratlotum.

Umrætt álit hefur verið haldið frá þingmönnum.  Mér er spurn, er ekki hér um landráðstilburði að ræða ?  Viljandi er verið að halda upplýsingum frá þingmönnum og nota blekkingar til að fá þingmenn til að kjósa "rétt" eins og er svo vel þekkt í Evrópusambandinu.

Aldrei hef ég orðið vitni að né nokkurn tíman heyrt af jafn miklu virðingarleysi gagnvart íslenskri þjóð af nokkrum íslenskum stjórnmálaflokki eins og Sandfylkingin hefur sýnt íslensku þjóðinni undanfarna mánuði.  Að hugsa sér að þessi flokkur hafi verið kosinn til að fara með það viðkvæma vald sem felst í því að stjórna þjóðarbúskapnum.  Það er ekki skrítið að fylgi við Sandfylkinguna fari þverrandi samkvæmt skoðunarkönnunum og með sama framhaldi mun fylkingin þurrkast út á endanum.

Það væri óskandi að þingmenn stjórnarflokkanna ásamt stjórnarandstöðunni tækju sig saman og felldu Icesave-samningana [lesist: þrælasöluna], við eigum ekki að taka að okkur að borga skuldir óreiðumanna.

 


mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hann er Evrópumaður

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Þeir notuðu ESB sem átyllu. Það er að við þurfum sárlega annan gjaldmiðil heldur en íslensku krónuna sem maður getur í raun skeint sér með í dag. Þetta vita allir og Samfylkingin notaði þetta sér til framdráttar í síðastliðnum kosningum.

Þeir vilja meina að Evran verði allra meina bót og geti hjálpað okkur út úr efnahagsþrengingunum. Í raun gæti evran gert það en ESb,,, guð minn góður það getum við aldrei skrifað undir. Sé þetta eitthvað sem tengist gjaldmiðlinum þá eru margar aðrar leiðir færar heldur en að ganga inn í ESB.

Við þurfum núna að verja auðlindir okkar með kjafti og klóm og síðasta dæmið er Magma sem á ekkert með að "kaupa" upp auðlindir okkar eins og þeir eru að reyna að gera á suðurnesjum. Vonandi tekur einhver flokkur að sér að berja þessa tilraun niður, að kaupa auðlindir okkar. Hvað verður næst, kvótinn ? vatnið ?  

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 7.7.2009 kl. 10:01

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Fyrirgefðu, Sigurður, ég er líka Evrópumaður... ég er ekki Evrópusambandsmaður.

Emil Örn Kristjánsson, 7.7.2009 kl. 10:03

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka ykkur innlitið félagar. 

Jóhann, það má líka skeina sig á evrunni, sá gjaldmiðill er allt of hátt skráður eins og krónan var áður en hún hrundi.  Það er tímaspursmál hvenær evran fellur, sérfræðingar sem hafa spáð fyrir um framgang ýmissa mynta og verið nokkuð sannspáir fram að þessu, spá því að evran eigi eftir að falla um 17% gagnvart USD fram að áramótum. 

Persónulega gæti ég trúað því að evran eigi eftir að falla meira, ekki bara gagnvart USD heldur öðrum helstu myntum heims, s.s. ISK.  Það er ekkert á bak við þessa sterku evru, nema loft, eins og ekkert var á vak við sterka ISK, nema loft og lygar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.7.2009 kl. 10:48

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við krefjumst afsagnar Össurar Skarphéðinssonar.

Það er glæpsamlegt, að leyna svona mikilvægum gögnum, sem staðfesta að okkur ber ekki skylda til að greiða fyrir mistök ESB.

Þetta eru föðurlandssvik !

Við NEITUM AÐ GREIÐA - ENGA SAMNINGA um Icesave !

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.7.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 161160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband