Guð forði okkur frá því að hafa Össur Skarphéðinsson og hans líkan í áhrifastöðu eftir kosningar

Þegar maður hefur horft til Evrópu og sérstaklega evrusvæðisins hefur maður haft þá tilhneigingu að hugsa "Aumingjans mennirnir að þurfa að standa í þessu, að reyna að bjarga þessum þjóðum út úr vandræðum þeirra", en nú sé ég að þessar umræddu þjóðir ekki bara "lentu" í erfiðleikum, erfiðleikarnir hafa verið lagðar á þessar þjóðir vísvitandi.  Með því að þrengja að þeim, hafa búrokratanir í Brussel náð að setja pressu á  ríkisstjórnir þessara landa og nánast ráðskast með þær eins og þeim sýnist.  Með því að hneppa fólkinu í þessum löndum í fátækt munu þeir geta á komandi tímum ráðskast með fólkið líka eins og þeim sýnist.

Það sjá það allir, sem vilja sjá og viðurkenna, að aðferðafræði sú sem hefur viðgengist í ESB og þó einkum á evrusvæðinu, gengur ekki upp, hún er ekki til þess fallin að bjarga einu né neinu, hún er til þess fallin að færa enn meiri völd til Brussel.

Það er óþolandi að horfa uppá utanríkisráðherra Íslands ganga fram með þeim hætti sem hann hefur gert og virðist ætla, með góðu eða illu, að koma okkur inn í Evrópusambandið og láta okkur taka upp evruna, sem hefur verið mesti bölvaldur flestra þeirra ESB þjóða sem hafa tekið hana upp.

Guð forði okkur frá því að hafa Össur Skarphéðinsson og hans líkan í áhrifastöðu eftir kosningar.

 


mbl.is Óhjákvæmilegt að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Besta aðferðin til þess er að kjósa hvorki Samfylkinguna, Bjarta framtíð né VG:

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2013 kl. 17:36

2 Smámynd: Elle_

Já, megi okkur vera forðað frá að hafa þennan hættulega mann, Össur, og hans flokk lengur nálægt stjórnmálum, Tómas.  Hann er löngu orðinn óþolandi. 

Svo er ég sammála hinu í pistlinum.  Það er augljóst að verið er viljandi að þrengja að sambandsþjóðunum með fátækt og skuldum, svo Brusselmenn geti ráðskast með stjórnvöld þar og þjóðirnar. 

Það var líka ætlunin með kúguninni ICESAVE gegn okkur.  Og Össuri og co. var návæmlega sama hver upphæðin væri, ICESAVE skyldum við borga þó það kostaði þúsund milljarða og þjóðargjaldþrot.  Öllu skyldi fórnað fyrir dýrðarsambandið.

Elle_, 18.3.2013 kl. 17:48

3 Smámynd: Elle_

Commentið mitt frá 17:48 datt út skömmu eftir að ég setti það inn og er enn úti.  Ætli það komi ekki inn núna, eftir að ég set næsta inn, eins og oftar?  Það gerist oft.  Þetta er bilun sem Morgunblaðið ætti að skoða.

Elle_, 18.3.2013 kl. 21:13

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdir ykkar Ásthildur og Elle.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2013 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 161161

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband