Á verðtryggingin eingöngu að þjóna hagsmunum fjármagnseigenda ???

Meðan menn hafa ekki fundið leið út úr verðtryggingunni, sem virðist þjóna hagsmunum fjármagnseigenda einna, eins og málum er nú háttað, vaknar eftirfarandi spurning í huga mér:  Væri ekki réttlátara að helminga vísitölubreytingar, þannig að bæði fjármagnseigendur og lántakendur taki á sig þær breytingar sem verðtryggingin veldur ?  Það er engin sanngirni í því fólgin að lántakendur skuli bera allan skaða verðtryggingarinnar.

Það er komin tími til að menn hugsi þetta fyrirkomulag upp á nýtt.  Ef allri sanngirni væri haldið til haga, þá fyrir það fyrsta ætti að færa vísitölurnar sem lán heimilanna eru bundin við til stöðu vísitalna eins og þær voru í ársbyrjun 2008, eftir það ætti síðan að helminga allar breytingar sem verða þar eftir.  Fjármagnseigendur verða líka að taka á sig byrðar hrunsins ekki aðeins þeir sem ekkert eiga og eru komin í bullandi vandræði meðal annars vegna óréttlátrar verðtryggingar.

 


mbl.is Meinsemd hve verðtrygging er fyrirferðarmikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Það er alveg klárt, að ef engin verðtrygging hefði verið, þá hefðu vextir bara verið svona 30%. Verðtrygging er dulin vaxtaprósenta.

En af því þú talar um breytingar á verðtryggingunni, þá dettur mér í hug að ef þú tekur lán til kaupa á íbúð, sem er með veð í íbúðinni, af hverju er þá ekki hægt að láta lánið fylgja byggingarvísitölu einni, sem endurspeglar kostnað við byggingar. Þannig að ef brennivín og´tóbak hækkar í verði, þá hækka lánin á íbúðinni ekki.

Sveinn Elías Hansson, 4.3.2010 kl. 16:45

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Sveinn og takk fyrir innlitið

Íbúðalán hér áður fyrr voru tryggð með byggingarvísitölu og í sumum tilfellum aðeins að hluta til, t.d. 40% eða 50% verðtrygging, en það er nú orðið svo langt síðan.

Ég er hinsvegar sammála þér að það er ótækt að binda vísitölu við verðlag á áfengi og tóbaki, nokkuð sem allir geta lifað án og er eingöngu til óþurftar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.3.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 770
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband