Er eitthvað til eftir þetta líf? er himnaríki til? hvað bíður okkar eftir að þessu lífi líkur?

Colton Burpo var fjögurra ára er hann næstum lést eftir að botnlangi hans sprakk. Colton upplifði að yfirgefa líkama sinn og sitja í fanginu á Jesú. Það sem vekur hvað mesta furðu við sögu hans er sú staðreynd að hann gat sagt frá hlutum sem hann hafði aldrei heyrt um áður og séð hluti sem hann ætti ekki getað hafa séð.

Colton sá systur sína á himnum, en móðir hans hafði misst fóstur áður en hann fæddist. Foreldrar hans höfðu aldrei sagt honum frá því að móðir hans hafi misst fóstur og reyndar vissu þau ekki hvort kynið það var þar sem það gerðist svo snemma á meðgöngunni.

Himininn er raunverulegur staður, "Heven if for real" er bók sem fjallar um þennan atburð, bók sem ég á og hef lesið. Fyrsti hluti myndbandsins hér fyrir neðan er brot úr samtali við Burpo fjölskylduna þar sem komið er inná þessa atburði.

Það sem ég vildi leggja áherslu á er systirin á himnum. Margir, jafnvel læknar, segja að fóstur snemma á meðgöngu sé ekkert nema einhverjar frumur, en saga Coltons segir okkur að um einstakling, persónu, er að ræða.

Hvað varðar líf eftir dauðann, þá sagði Jesús: "Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja". Jóhannes 11;25-26.

Ég hvet þig til að horfa á myndbandið og hlusta á það sem þar kemur fram.

 

 

 


Bloggfærslur 5. maí 2017

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 161162

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband