Hvorki ríkisstjórnar þingmaður eða undirritaður erum stolt af framferði ríkisstjórnarinnar í banka- og efnahagsmálum þjóðarinnar.

Mikið hef ég slæma tilfinningu fyrir bralli þeirra frænda sem skipa forsætis- og fjármálaráðuneytið. Það getur ekki verið að þeir einir og sér geti ráðstafað bönkunum og komið þeim í hendur á óræðum vogunarsjóðum og öðrum aðilum sem hafa ekki annarra hagsmuna að gæta en að græða á okkur Íslendingum.

Hvað annað liggur að baki?? er verið að undirbúa fjármálakrísu í þeim tilgangi að selja okkur þá hugmynd að evran væri góður kostur fyrir okkur????

Ég trúi því ekki að þingið ætli að láta þá um að höndla með efnahag þjóðarinnar á þann hátt sem kæmu okkur illa þegar fram í sækir. Ríkisstjórnin hefur tæpan meirihluta og ég trúi ekki öðru en að innan þingflokka þeirra sé fólk sem vill sporna við óðagoti þeirra frænda.

Það er góðs viti að þingmaður Bjartrar framtíðar segist ekki vera stolt af framferði ráðherranna. Ég vona að þegar að því kemur að þingmaðurinn standi frammi fyrir því að þurfi að fylgja þeim orðum eftir, þá verði ekki búið að svínbeygja hann (hana).

 


mbl.is „Ég er ekki stolt af þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2017

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 161294

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband