Er það okkur til góðs að vera í A-flokki greiningarfyrirtækja?

Síðast þegar Ísland komst í A-flokk greiningarfyrirtækja var í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Nú er Ísland enn á ný komið í þennan vafasama flokk. Af hverju segi ég vafasama flokk? Jú við Íslendingar lærum yfirleitt seint af mistökum okkar. Nú segja menn að allt sé í stakasta lagi, allt á uppleið og bara bjart framundan. Ég vil hins vegar vara við of mikilli bjartsýni og minna menn á að allt var í góðu lagi og allt á uppleið árið 2008 þegar skyndilega hrunið dundi yfir okkur og við óviðbúin. Reyndin virðist vera sú að sagan endurtekur sig og ef við gætum ekki að okkur lendum við í annarri kreppu áður en varir.

Nú kappkosta menn að byggja, helst hótel og þess háttar, í von um að milljónir ferðamanna sæki Ísland heim árlega um ókomna framtíð. En hvað ef sú staða kæmi upp að ferðamenn hafa ekki lengur efni á að koma til Íslands og ferðamanna-straumurinn hrapi niður úr öllu valdi? erum við undirbúin undir slíkt? Eru aðrar atvinnugreinar tilbúnar að taka við keflinu og halda velmegun þjóðarinnar á lofti?

Er það virkilega gott fyrir okkur að vera skráð í A-flokk greiningarfyrirtækja? ég bara spyr, sí svona.

 


mbl.is Viðurkenning á góðri efnahagsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2016

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 775
  • Frá upphafi: 162062

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 489
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband