Á hvaða leið er skólakerfið okkar? er niðurstaða PISA-könnunar vísbending?

Niðurstaða PISA-könnunnar sýna að íslenskir grunnskólanemum hefur farið verulega aftur undan farin ár. Hver gæti verið skýringin á þessari lakri niðurstöðu? Ætli það sé hægt að laga þetta með því að setja meira fjármagn í skólakerfið? Hafa kennarar brugðist? Hvað með foreldra?

Á undanförnum árum hafa sífellt meiri kröfur verið lagðar á kennara, kröfur um að bæta á sig alls konar verkefnum sem koma kennslu lítið við. Kennarar sem leggja hart að sér til að fræða börnin sem þeim er treyst fyrir eru að kikna undan álagi. Kennarar eru ekki einvörðungu að kenna nemendum á bókina þeir eru uppalendur í mannlegum siðum, sáttasemjarar, huggarar og svo mætti lengi telja.

Það er eins og það gleymist að kennarar vinna ekki einvörðungu í kennslustundum við að halda fyrirlestur, láta börnin reikna, skrifa og lesa. Kennarar þurfa tíma til undirbúnings, það tekur tíma ef kennarinn vill ná góðum árangri með bekkinn sinn. Kennari þarf að fara yfir próf og önnur verkefni, meta getu nemenda og áætla hvernig hjálpa megi þeim sem er á eftir. Þessar upptalningar eru hvergi tæmandi.

Það sem mér sýnist margir ekki gera sér grein fyrir er það að mörg börn eru illa eða óuppalin. Hlutverk foreldra hlýtur að vera fyrst og fremst að ala börn sín upp, aga þau, vanda um við þau, kenna þeim mannasiði og almenna umgengni. Börn þurfa á báðum foreldrum að halda, en því miður í allt of mörgum tilfellum til þess að svo megi verða eru þau á sífeldu flakki milli húsa til að eiga þess kost að vera hjá foreldrum sínum þar sem foreldrarnir búa sitt í hvoru lagi. Slíkt flakk fram og til baka kemur niður á börnunum í stað þess að fá að alast upp hjá báðum foreldrum undir einu þaki.

Margir foreldrar ýmist hafa ekki tíma, nenna ekki eða þora ekki að ala börn sín upp. Að elska barn sitt er ekki bara að klappa því og gefa þeim gjafir, láta allt eftir þeim og/eða láta þau stjórna, en því miður er allt of mikið af slíku. Að elska barn sitt er að aga það, það er hægt að gera í kærleika án þess að barninu finnst því sé hafnað eða ekki elskað.

Börn þurfa að fá tíma með foreldrum sínum þar sem talað er við þau, hlustað á þau, leikið við þau, án þess að sjónvarp eða tölvur sé það sem tengi foreldra og börn saman.

Ef foreldrar hafa áhuga á framgöngu barna sinna sjá þau til þess að barnið sinni heimalærdómnum, hlusta á það lesa, fylgjast með því að þau sinni verkefnum, hrósa þeim um leið og þeim er leiðbeint.

Foreldrar hafa stóru hlutverki að gegna vilji þau að barn þeirra nái árangri, það er ekki bara á ábyrgð skólans. Skólinn hefur ákveðnu hlutverki að gegna en getur ekki gegnt því hlutverki sem foreldrar eiga og þurfa að gegna.

Eitt er það sem vekur furðu mína, það er símaeign barna og sú staðreynd að fjöldi ef ekki flest börn eru með rándýra síma með sér í skólunum og geta varla litið upp frá þeim. Er nema von að námsárangur sé lélegur hjá svo mörgum. Það er eins og skólayfirvöld þori ekki að banna notkun símanna í skóunum. Hvað hafa krakkar með það að gera að vera á snappkjaft, fésbók eða tölvuleikjum í tíma og ótíma og það á skólatíma. Ég vil meina að ofnotkun á símum og það í skólunum sé stór hluti vandans þegar kemur að námsárangri, það er mín skoðun.

Svo er það hlutverk sveitafélaga og skólayfirvalda á hverjum stað að gera skólunum kleift að sinna sínum störfum án þess að gera meiri kröfur til þeirra en þeir geti sinnt svo vel megi vera. Með of miklu álagi á skólana og kennara mun árangurinn verða rýrari en menn óska sér. Flestir kennarar eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu (taka með sér verkefni heim til að sinna um kvöld og helgar), en það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á fólk vilji menn ekki ofgera hlutunum og hrekja góða kennara úr kennarastéttinni.

Af hverju ætli kennarar séu þegar búnir að hafna kjarasamningum tvisvar? Kennarar samþykktu síðustu kjarasamninga með semingi, en þeir þurftu að láta af hendi atriði sem þeir voru áður búnir að semja um fyrir skitinn grautavelling.

Yfirvöld verða að fara að hugsa skólakerfið upp á nýtt og jafnvel fara aftur einhverja áratugi aftur í tímann til að taka upp gamlar aðferðir. Það er ekki sí og æ hægt að vera að upphugsa eitthvað nýtt til að leggja á skólakerfið bara til að geta sagt að stjórnmála- eða embættismenn hafi komið á nýjungum, atriði sem ekki er til annars en að flækja hlutina og gera kennurum og nemendum erfiðara fyrir.


mbl.is Munurinn á við 2,5 skólaár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2016

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 59
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 768
  • Frá upphafi: 162044

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 485
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband