Færsluflokkur: Trúmál

Til hugleiðingar um páskahátíðina

Til hugleiðingar um páskahátíðina.

18Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt yður til Guðs. Hann var deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður í anda. 19Í andanum fór hann einnig og prédikaði fyrir öndunum í varðhaldi. 20Þeir höfðu óhlýðnast fyrrum, þegar Guð sýndi langlyndi og beið á dögum Nóa meðan örkin var í smíðum.

21 . . . Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor. 22"Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í munni hans." 23Hann illmælti eigi aftur, er honum var illmælt, og hótaði eigi, er hann leið, heldur gaf það í hans vald, sem réttvíslega dæmir. 24Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Þessir ritningastaðir eru út 2.Pétursbréfi.

Versin hér fyrir neðan eru úr Jóhannesarguðspjalli.

15svo að hver sem trúir hafi eilíft líf í honum. 16Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. 17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.

10Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. 11Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. 12En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.

Jesús Kristur kom í þennan heim til að frelsa okkur synduga menn undan valdi syndarinnar og til að taka okkur frá eilífu vonleysi og eymd og gefa okkur eilíft líf þar sem kærleiki, gleði, friður, vellíðan, hamingja og svo margt fleira gott og yndislegt er til staðar.

Guð elskar okkur svo mikið að hann gaf okkur Jesú til að forða okkur undan eilífri eymd. Hann þráir samfélag við þig og mig.

Guð gefi þér og þínum GLEÐILEGA PÁSKA, Hann, Jesús, er upprisinn.


Vakna þú sem sefur !!!

10Metið rétt, hvað Drottni þóknast. 11Eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýst af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim. 12Því að það, sem slíkir menn fremja í leyndum, er jafnvel svívirðilegt um að tala. 13En allt það, sem ljósið flettir ofan af, verður augljóst. Því að allt, sem er augljóst, er ljós.

14Því segir svo:

Vakna þú, sem sefur,

og rís upp frá dauðum,

og þá mun Kristur lýsa þér.

15Hafið því nákvæma gát á, hvernig þér breytið, ekki sem fávísir, heldur sem vísir. 16Notið hverja stund, því að dagarnir eru vondir. 17Verið því ekki óskynsamir, heldur reynið að skilja, hver sé vilji Drottins.

Biblían, Efesusbréf 5.kafli vers 10-17

 


Er þjóðkirkjan á leið til glötunar ? ? ?

Það er virkilega sorglegt að horfa uppá hvernig komið er fyrir þjóðkirkjunni hún veit ekki lengur hvert hlutverk hennar er. Hún þekkir ekki þann Guð sem hún segist boða, á sama tíma segist hún (orð biskups) vera fyrir fólkið í landinu, en fólkið í landinu er eins og sauðir sem engan hirði hafa.

Í marga áratugi hef ég ekki orðið var við boðskap kirkjunnar þar sem talað er um synd, iðrun og fyrirgefningu syndar, að snúa sér frá hinu illa og leita Guðs og Hans vilja. Ég verð ekki var við boðskap þar sem fjallað er um fyrirheiti Guðs eða hvernig megi nálgast þau.

Þekkir kirkjan ekki þann Guð sem hún segist boða???????

Er kirkjan í eltingaleik við að þjóna tíðarandanum??? sá andi er ekki Guðs Andi heldur andi antikrists.

Er að furða að fólk er að flýja þjóðkirkjuna??? og ekki er að sjá að þeir sem yfirgefa hana séu að sækja í aðrar kirkjur.

Íslenska þjóðin þarf á Guði að halda, Hann er sá sem skapaði okkur mennina og vill eiga persónulegt samfélag við hvert og eitt okkar. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að Guð er raunverulegur Hann er persóna fullur af náð og kærleika en einnig réttlátur og heilagur. Við getum ekki komið fram við Guð eins og okkur sýnist, við þurfum að nálgast Hann af virðingu og í auðmýkt.

Guð skapaði okkur sem eilífðarverur, sá sem hafnar Guði mun ekki eyða eilífðinni í návist Hans, heldur þar sem allt hið gagnstæða við Guð er til staðar. Jesús talaði um þann stað þar sem grátur og gnístran tanna mun verða, staður einmannaleikans og sorgar staður. Ég trúi því ekki að nokkur vilji lenda þar, en það er í höndum hvers og eins meðan við erum hérna megin eilífðarinnar.

Orð Jesú voru ekki út í loftið, en þau eru sönn og rétt. Í Jóhannes 12.kafla segir Jesús: 46Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. 47Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn. 48Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum, hefur sinn dómara: Orðið, sem ég hef talað, verður dómari hans á efsta degi.

Ef kirkjunnar "þjónar" skilja þetta ekki er illa fyrir þeim komið, þeir þurfa að frelsast, eins og Jesús segir í 47.versinu hér að ofan. Jesús sagði einnig í 3.kafla sama guðspjalls: "Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju." hér er Jesús að tala um endurfæðinguna eða eins og hann segir einnig að frelsast.


Hvers virði er Guð þér??? Veistu hvers virði þú ert Guði?????

Kristur er Orðið Guðs sem var og er frá upphafi sköpunar, án Hans værum við ekki til. Hvenær hefur smíðagripur, hversu fagur sem hann kann að vera, gert gys að skapara sínum.

Það væri mun tilhlýðilegra að kalla kristna saman til að lofa og tigna Hinn lifandi Guð, vegsama Hann sem er yfir öllu og mun síðastur stíga fram á foldu sem lausnari þeirra sem á Hann vona.

Við höfum séð hversu blessuð við erum sem þjóð, þær miklu gjafir sem land okkar býr yfir og veitir okkur, það er Guðs gjöf. Fyrir mikið bænaákall hefur Drottinn gert okkur kleift að rétta úr kútnum eftir hamfarirnar 2008. Nú stöndum við frammi fyrir enn meiri vanda og hvert leitum við þá??? "...gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar syndir eins og við fyrirgefum þeim sem syndgað hefur gegn okkur...".

Okkar lausn og líf fæst fyrir trú og samfélag okkar við Jesú Krist, Hann sem var syndlaus var gerður að synd okkar vegna til að leysa okkur undan afleiðingum synda okkar.

Það er kærleikur Guðs sem kemur þessu til leiðar og það er okkar að taka við kærleika Guðs. Hann elskar okkur eins og við erum og Hann elskar okkur svo mikið að Hann vill ekki að við höldum áfram að vera eins og við erum, Hann þráir að eiga náið samfélag við okkur. Erum við tilbúin til þess eða viljum við bara fara okkar eigin leið sem liggur til glötunar???

GUÐ ELSKAR ÞIG OG ÞÚ SKIPTIR HANN MÁLI, skiptir Guð þig máli???


Hann mætti Jesú Kristi.

Kanye West mætti Jesú Kristi og það hefur breytt lífi hans á ýmsa vegu, þar á meðal að snúa sér frá áfengi svo dæmi sé tekið. En það sem mestu skiptir er eilífa lífið sem Drottinn boðar okkur. Jóhannes postuli segir: "En öllum þeim sem tóku við Honum (Jesú) gaf Hann rétt til að vera Guðs börn." Jóh.1:12

 Kanye West.


mbl.is Viðurkennir alkóhólisma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðskapurinn sem snertir alla og allir taka afstöðu til, vitandi eða óaðvitandi.

Þú kemst ekki hjá því að taka afstöðu. Ef þú segist vera hlutlaus og þú takir ekki afstöðu til málsins, þá ertu búinn að taka afstöðu.

Ef við tökum ekki afstöðu með Jesú, þiggjum fyrirgefningu hans fyrir syndir okkar og snúum okkur til Hans og fylgjum Honum, þá höfum við hafnað Honum. Það mun hafa eilífar afleiðingar fyrir okkur þar sem við erum eilífar verur, við höldum áfram að vera til eftir að þessu jarðneska lífi líkur.

Nú fara páskar í hönd þar sem við minnumst þess að Jesús Kristur var krossfestur, grafinn og Hann reis upp frá dauðum. Dauðinn gat ekki haldið Honum þar sem Hann var syndlaus. Við erum ekki syndlaus, en Jesús tók sekt okkar á sig, það gerði Hann á krossinum og Hann býður okkur eilífa vist með Honum þar sem friður, gleði, líf, hamingja og vinátta ríkir og þar sem sjúkdómar eru ekki til. Þeir sem hafna Jesú velja þann stað þar sem allt hið gagnstæða ríkir. Jesús sagði að þar mun verða grátur og gnístran tanna.

Veldu Jesú, Hann elskar þig og vill þér allt hið besta. Líf okkar hér á jörð er mjög stutt í samhengi við eilífðina. Þú skiptir máli fyrir Guði, Hann þráir samfélag við þig, Hann þráir að gefa þér það besta sem til er.

Hér fyrir neðan er myndband þar sem fjallað eru hver Jesús er. Það er Billy Graham sem talar. Hlustaðu og leifðu Anda Guðs að tala til þín.

GLEÐILEGA PÁSKA


Þegar Covid-19 herjar á jörðina, hvar er þá öryggi að finna???

Rabbí Schneider flytur orð uppörfunar mitt í óvissunni og ótta hjá svo mörgum.


Þegar ógn alheims veiru hangir yfir þjóðum eins og við upplyfum er nú á þessum tímum, er gott að hugleiða orð Heilagrar Ritningar.

Ógn og skelfing er það versta sem getur hent hverja þjóð. Sálmur 91 er hér fyrir neðan, mætti hann vera lesendum til uppörfunar.

Sálmarnir kafli 91

Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka,

sá er segir við Drottin: "Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á!"

Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar,

hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og verja.

Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga,

drepsóttina, er reikar um í dimmunni, eða sýkina, er geisar um hádegið.

Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín.

Þú horfir aðeins á með augunum, sér hversu óguðlegum er endurgoldið.

Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu.

10 Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt.

11 Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.

12 Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.

13 Þú skalt stíga ofan á höggorma og nöðrur, troða fótum ljón og dreka.

14 "Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann, ég bjarga honum, af því að hann þekkir nafn mitt.

15 Ákalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan.

16 Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt."


mbl.is Skimun ÍE bendir til að 1% landsmanna beri veiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð framkvæmir kraftaverk enn í dag . . .

...þarft þú eða einhver þér nákominn á kraftaverki að halda? Trúðu á Drottinn Guð og treystu Honum fyrir kraftaverki í þínum kringumstæðum. Guð elskar þig og vill gera vel við þig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband