Háttsettur leiðtogi ISIS-samtakanna gaf Jesú Kristi líf sitt og þjónar Honum í dag

Ég birti hér fyrir neðan grein, á ensku, úr tímaritinu Charisma News sem fjallar um umbreytingu í lífi háttsetts ISIS leiðtoga er hann mætti Jesú Kristi og gaf honum líf sitt.

Report: High-Ranking ISIS Leader Gives His Life to Jesus

6:00AM EST 12/27/2016 JENNIFER LECLAIRE
Peter and friend Peter and friend (Courtesy of Leading the Way)

Jennifer LeClaire is now sharing her reflections and revelations through Walking in the Spirit. Listen at charismapodcastnetwork.com.

You've heard of Muslims getting saved after dreams of Jesus. Now, a high-ranking ISIS leader has reportedly given his life to Jesus after watching a Christian television broadcast.

 

His name is Muhammad*. After watching Leading The Way's satellite TV channel, he had a plan, according to Michael Youssef's ministry.

 

That plan: to kill a member of Leading the Way's follow-up team.

 

"Muhammad called the number on the screen. 'I need to meet with you,' he told Peter*, one of Leading The Way's follow-up team leaders," according to the ministry.

 

For security purposes, the ministry is strategic about vetting callers before meeting with them in person. But follow-up team leader Peter discerned God's voice urging him, "This time is different. Go and meet this man—and be bold with him."

 

According to the ministry, Peter met with Muhammad and boldly proclaimed the gospel to him. After they parted ways, the ministry reports, God continued to speak to Muhammad, revealing Himself in a dream and bringing great conviction upon him.

 

"He shaved his beard—the symbol of his radical devotion to Islam," the ministry reports. "He decided to follow Christ. And he reached out to Peter once more, desperate to meet with him."

 

"Peter, I have a confession," Muhammad told him. "The first time I was going to meet you, I intended to kill you, and I am sorry."

 

With that, Leading the Way reports, the ISIS leader fell on his face and repented before the Lord.

 

"This former ISIS leader is now your brother in Christ," the ministry says. "His conversion happened just weeks ago, and by God's mercy and grace, he is already serving Christ where he lives. Only God can change an ISIS leader. Only God can transform hearts—and yet we are blessed to join Him in His work of reaching the lost with the Good News of Jesus Christ."

 

*Names changed for safety purposes.


Merkel kanslari er ekki öfundsverð

Ekki er Merkel öfundsverð þessa dagana. Það hlýtur að vera erfitt að hafa staðið fyrir því að opna Evrópu fyrir "flótta" fólki og horfa uppá að þetta sama fólk sem hún vildi vernda er nú að ráðast á þýskan almenning til að drepa og eyðileggja innviði ríkis hennar.

Fólkið sem kaus hana og trúði henni fyrir heill þjóðarinnar og að standa vörð um Þýsk gildi og öryggi landsmanna er nú að fá sig fullsatt af gjörðum hennar og aðgerðarleysi.

Þetta síðasta dæmi er ekki hið fyrsta sem hún verður að horfast í augu við og örugglega ekki hið síðasta.


mbl.is Merkel slegin yfir fréttunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var forsætisráðherra Kanada í læri hjá Hillary Clinton?

Líklegt er að Justin Trudeau hafi verið í læri hjá Hillary Clinton. Þau meintu framlög sem JT hefur þegið úr hendi auðmanna er reyndar bara skiptimynt í samanburði við það sem HC fékk.

Clinton leit ekki við smáaurum, menn þurftu að gera vel við hana ættu þeir að ná tali af henni og fengið greiða út á framlögin sem þeir veittu henni. Allt var falt eftir því sem fyrstu tölustafirnir voru hærri í hundruð milljóna dollara framlögunum.

 


mbl.is Trudeau svari fyrir meinta spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hælisleitandi á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur veldur usla

Í fréttum á mbl.is kemur fram að hælisleitandi sem dvelur á vegur Barnaverndarnefndar Reykjavíkur hafði nauðgað konu 11.mars s.l. Það eru akkúrat 9 mánuðir síðan eða jafn langur tími og líður frá getnaði þar til barn fæðist að öllu jöfnu.

Ef ég skil fréttina rétt er fyrst núna að Hæstiréttur er búinn að úrskurða "barnið" í farbann, en ég spyr, gengur hann laus??? er hann ekki undir eftirliti??? hvað er hann búinn að áreita margar stúlkur, konur síðan í mars???

Enn fremur kemur fram í fréttinni að Útlendingastofnun hafi hafnað "barninu" um hæli. Er þá málið að nauðga konum og verða þar með úrskurðaður í farbann og getur þar af leiðandi verið kyrr í landinu??????????? Af hverju er hann ekki látinn sitja inni í fangelsi til að tryggja í fyrsta lagi að hann áreiti ekki fleiri konur og í öðru lagi að hann "flýi" ekki land, landið sem hann ólmur vill búa í en er að skipta sér af athæfi hans?????

Er ekki þörf á að efla löggæslu í landinu, tolla- og landamæraeftirlit og snúa þeim við á Keflavíkurflugvelli og/eða Seyðisfirði sem koma með fölsuð vegabréf eða eru vegabréfslausir og hleypa þeim alls ekki inn í landið. Gera flugfélögum skylt að flytja ekki til landsins fólk sem er vegabréfslaust eða með fölsuð vegabréf og gera þau (flugfélögin) ábyrg fyrir slíkum farþegum. Þú kemst t.d. ekki til Bandaríkjanna sem Íslendingur nema að hafa gilt vegabréf ellegar verður flugfélagið að fljúga með þig til baka þaðan sem þú kemur og flugfélagið sektað fyrir að koma með "óæskilegan einstakling" til landsins.

En svo ég snúi mér að málefni tengdrar fréttar. Hvernig í ósköpunum stendur á því að það tekur 9 -níu- mánuði að taka á "barni" (einstaklingi, karlmanni sem er hér á vegur Barnaverndarnefndar Reykjavíkur) sem brýtur af sér sem þessi tiltekni einstaklingur hefur gert???  Var kannski saksóknari of upptekinn við að eltast við "hatursorðræðu" Jóns Vals Jenssonar, Pétur Guðlaugssonar o.fl. sem ekki eru haldnir pólitískum rétttrúnaðarskoðunum????????????


mbl.is Hælisleitandi ákærður fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæddur til að hata Gyðinga

Kasim Hafeez ólst upp sem "hófsamur" múslími. Hann ólst upp við að elska alla menn nema Gyðinga sem honum var kennt að hata.

Kasim segir sögu sína í stuttu máli á myndbandi hér fyrir neðan.

 


Á hvaða leið er skólakerfið okkar? er niðurstaða PISA-könnunar vísbending?

Niðurstaða PISA-könnunnar sýna að íslenskir grunnskólanemum hefur farið verulega aftur undan farin ár. Hver gæti verið skýringin á þessari lakri niðurstöðu? Ætli það sé hægt að laga þetta með því að setja meira fjármagn í skólakerfið? Hafa kennarar brugðist? Hvað með foreldra?

Á undanförnum árum hafa sífellt meiri kröfur verið lagðar á kennara, kröfur um að bæta á sig alls konar verkefnum sem koma kennslu lítið við. Kennarar sem leggja hart að sér til að fræða börnin sem þeim er treyst fyrir eru að kikna undan álagi. Kennarar eru ekki einvörðungu að kenna nemendum á bókina þeir eru uppalendur í mannlegum siðum, sáttasemjarar, huggarar og svo mætti lengi telja.

Það er eins og það gleymist að kennarar vinna ekki einvörðungu í kennslustundum við að halda fyrirlestur, láta börnin reikna, skrifa og lesa. Kennarar þurfa tíma til undirbúnings, það tekur tíma ef kennarinn vill ná góðum árangri með bekkinn sinn. Kennari þarf að fara yfir próf og önnur verkefni, meta getu nemenda og áætla hvernig hjálpa megi þeim sem er á eftir. Þessar upptalningar eru hvergi tæmandi.

Það sem mér sýnist margir ekki gera sér grein fyrir er það að mörg börn eru illa eða óuppalin. Hlutverk foreldra hlýtur að vera fyrst og fremst að ala börn sín upp, aga þau, vanda um við þau, kenna þeim mannasiði og almenna umgengni. Börn þurfa á báðum foreldrum að halda, en því miður í allt of mörgum tilfellum til þess að svo megi verða eru þau á sífeldu flakki milli húsa til að eiga þess kost að vera hjá foreldrum sínum þar sem foreldrarnir búa sitt í hvoru lagi. Slíkt flakk fram og til baka kemur niður á börnunum í stað þess að fá að alast upp hjá báðum foreldrum undir einu þaki.

Margir foreldrar ýmist hafa ekki tíma, nenna ekki eða þora ekki að ala börn sín upp. Að elska barn sitt er ekki bara að klappa því og gefa þeim gjafir, láta allt eftir þeim og/eða láta þau stjórna, en því miður er allt of mikið af slíku. Að elska barn sitt er að aga það, það er hægt að gera í kærleika án þess að barninu finnst því sé hafnað eða ekki elskað.

Börn þurfa að fá tíma með foreldrum sínum þar sem talað er við þau, hlustað á þau, leikið við þau, án þess að sjónvarp eða tölvur sé það sem tengi foreldra og börn saman.

Ef foreldrar hafa áhuga á framgöngu barna sinna sjá þau til þess að barnið sinni heimalærdómnum, hlusta á það lesa, fylgjast með því að þau sinni verkefnum, hrósa þeim um leið og þeim er leiðbeint.

Foreldrar hafa stóru hlutverki að gegna vilji þau að barn þeirra nái árangri, það er ekki bara á ábyrgð skólans. Skólinn hefur ákveðnu hlutverki að gegna en getur ekki gegnt því hlutverki sem foreldrar eiga og þurfa að gegna.

Eitt er það sem vekur furðu mína, það er símaeign barna og sú staðreynd að fjöldi ef ekki flest börn eru með rándýra síma með sér í skólunum og geta varla litið upp frá þeim. Er nema von að námsárangur sé lélegur hjá svo mörgum. Það er eins og skólayfirvöld þori ekki að banna notkun símanna í skóunum. Hvað hafa krakkar með það að gera að vera á snappkjaft, fésbók eða tölvuleikjum í tíma og ótíma og það á skólatíma. Ég vil meina að ofnotkun á símum og það í skólunum sé stór hluti vandans þegar kemur að námsárangri, það er mín skoðun.

Svo er það hlutverk sveitafélaga og skólayfirvalda á hverjum stað að gera skólunum kleift að sinna sínum störfum án þess að gera meiri kröfur til þeirra en þeir geti sinnt svo vel megi vera. Með of miklu álagi á skólana og kennara mun árangurinn verða rýrari en menn óska sér. Flestir kennarar eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu (taka með sér verkefni heim til að sinna um kvöld og helgar), en það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á fólk vilji menn ekki ofgera hlutunum og hrekja góða kennara úr kennarastéttinni.

Af hverju ætli kennarar séu þegar búnir að hafna kjarasamningum tvisvar? Kennarar samþykktu síðustu kjarasamninga með semingi, en þeir þurftu að láta af hendi atriði sem þeir voru áður búnir að semja um fyrir skitinn grautavelling.

Yfirvöld verða að fara að hugsa skólakerfið upp á nýtt og jafnvel fara aftur einhverja áratugi aftur í tímann til að taka upp gamlar aðferðir. Það er ekki sí og æ hægt að vera að upphugsa eitthvað nýtt til að leggja á skólakerfið bara til að geta sagt að stjórnmála- eða embættismenn hafi komið á nýjungum, atriði sem ekki er til annars en að flækja hlutina og gera kennurum og nemendum erfiðara fyrir.


mbl.is Munurinn á við 2,5 skólaár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska krónan er orðin allt of sterk.

Ég er hræddur um að svona sterk króna, eins og hún er orðin í dag, muni koma illilega við ferðamannaþjónustuna og útflutningsgreinar. Of sterk króna gæti leitt til hruns í ferðamannaiðnaðinum og valdið útflutningsgreinum s.s. sjávarútveginum miklum erfiðleikum, en þessar greinar, ásamt fleirum, hafa haft veruleg áhrif á velgengni okkar síðustu misserin.

Ef innflæði gjaldeyris stöðvast þá stöðvast uppgangur þjóðarbúsins og þá liggur leiðin niðurávið. Það gæti reynst okkur erfitt. Þá hrynur krónan, verðbólgan fer á fullt og kaupmáttur minnkar, þeir sem verst eru settir munu fara illa út úr því. Verðtryggð lán munu hækka, vextir munu hækka, atvinnuleysi aukast og velferðarkerfið sligast. Nýbyggð hótel og gistiheimili tæmast og svo mætti lengi telja.


mbl.is Sleppa pöbbnum vegna Íslandsferðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrihreyfingin - grænt framboð þarf á hvíld að halda. Rétt væri að gefa þeim hlé frá stjórnarmyndunar viðræðum

Það er alveg sjálfsagt að gefa Vinstri grænum hlé frá stjórnarmyndunarviðræðum, það má glögglega sjá á Katrínu formanni að hún er orðin þreytt á fundarhöldum um stjórnarmyndun.

Með því að verja núverandi starfstjórn falli fram á vor gæti Katrín og flokkur hennar safnað kröftum og mætt til leiks við nýjar kosningar í mars eða apríl.

Glögglega má sjá þreytumerki á svip Katrínar á myndinni hér fyrir neðan.


mbl.is Vill hlé á stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2016
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 770
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband